Hátíðarhandbók Kiosk 2021 komin út

23. nóvember 2021

Hönnunarverslunin Kiosk hefur gefið út rafræna hátíðarhandbók fyrir jólin 2021. Hönnuðirnir Hlín Reykdal, Magnea Einarsdóttir, Aníta Hirlekar, Eygló og Helga Lilja reka saman verslunina sem selur fatnað og fylgihluti.

Verslunin byggir á þeirri hugmyndafræði að gefa viðskiptavinum kost á að versla vörur beint af hönnuðunum. Handbókin má finna hugmyndir að fatnaði og fylgihlutum fyrir hátíðarnar og sömuleiðis hugmyndir að gjöfum undir jólatréð.

Dagsetning
23. nóvember 2021
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • Fatahönnun