Hlaupið um arkitektúr!

Í tilefni af alþjóðlegum degi arkitektúrs og Menningarminjadögum Evrópu býður AÍ upp á viðburðinn "Hlaupið um arkitektúr".
Við hlaupum í gegnum opin græn svæði, nýja og eldri byggð þar sem við upplifum ólíka mælikvarða í nær og fjær umhverfi. Arkitektarnir Hildur Ýr Ottósdóttir og Valný Aðalsteinsdóttir eru skipuleggjendur hlaupsins og munu leiða hópinn á þægilegum hraða um 5 km leið.
Hlaupið verður frá Perlunni kl. 17:00, mánudaginn 6. október.
Við hvetjum að sjálfsögðu öll til að mæta og upplifa borgina á örlítið nýjan hátt!
Þema Menningarminjadaga Evrópu 2025 er tileinkað byggingararfinum og einblínir á hið ríka og fjölbreytta byggða umhverfi sem mótar menningarlega sjálfsmynd Evrópubúa. Með byggingararfinn í brennidepli miða Menningarminjadagarnir 2025 að því að efla skilning á því hvernig hið byggða umhverfi endurspeglar og hefur áhrif á sameiginlega sögu okkar, en hvetur jafnframt til viðleitni til að vernda og varðveita þennan menningararf fyrir komandi kynslóðir.
