Hlín Reykdal hannar Bleiku slaufuna

28. september 2021

Hlín Reykdal skartgripahönnuður hannar Bleiku slaufuna í ár. Hlín hefur hannað skartgripi undir eigin nafni frá árinu 2010.

Hún leggur mikið upp úr fallegum litasamsetningum og vönduðu handverki í hönnun sinni sem allir eru framleiddir hér á landi. Hlín er einn eigandi hönnunarversluninnar Kiosk Granda.

Slaufan í ár er hálsmen með gylltum platta og handþræddri slaufu. Á plattanum eru skilaboðin, Verum til, sem er slagorð herferðarinnar í ár. 

Það er mér sannur heiður að hanna bleiku slaufuna í ár. Ég tileinka hana þeim sem eru að glíma við krabbamein og ástvinunum sem eru alltaf til staðar. Verum til.'

Hlín Reykdal

Bleika slaufan fer í sölu 1. október í öllum helstu matvöruverslunum, hjá Krabbameinsfélaginuvefsíðu Hlín Reykdal og fleiri stöðum. Hafa ber í huga að slaufan verður aðeins í sölu frá 1. – 15. október svo að eftir það er ekki hægt að tryggja sér eintak.

Dagsetning
28. september 2021
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • Skartgripahönnun