Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
    • Nýjast
    • Greinar
    • HönnunarMars
    • Viðtöl
    • Aðsent
    • Hönnunarmars
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Hönnunarsjóður
    • Útlínur framtíðar - Hönnunarstefna 2030
    • Samkeppnir&Valferli
    • Skapalón
    • Góðar leiðir
    • HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr
    • Ertu að leita að hönnuði og arkitekt?
    • Verslanir sem selja íslenska hönnun
    • LHÍ hönnun og arkitektúrdeild
    • Hönnunarsafn Íslands
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Hönnunarsjóður
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Styrkir
    • Samningar
    • Hönnunarnám
    • Ráðstefnur og sýningar
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Arkitektafélag Íslands
    • Félag íslenskra landslagsarkitekta
    • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
    • Félag íslenskra teiknara
    • Fatahönnunarfélag Íslands
    • Félag vöru-og iðnhönnuða
    • Félag íslenskra gullsmiða
    • Leirlistafélag Íslands
    • Textílfélagið
    • Starfsemi og hlutverk
    • Starfsfólk
    • Stjórnir
    • Hafa samband
    • Útgefið efni
  • hönnunarverðlaun Íslands
    • English
    • Íslenska

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
hönnunarverðlaun Íslands
Aftur í HA/fréttir
    • English
    • Íslenska

Hönnuðir ÞYKJÓ verða staðarlistamenn í Kópavogi árið 2021

18. janúar 2021

Lista- og menningarráð Kópavogs hefur nú lokið úthlutun úr lista- og menningarsjóði bæjarins en markmið hans er að stuðla að eflingu menningar- og listalífs í Kópavogi. Hæsta framlagið hljóta hönnunarverkefnið ÞYKJÓ og listamannarýmið Midpunkt, eða 4.000.000 kr. hvor, en tilkynnt var um úthlutanir við athöfn í Gerðarsafni fyrir helgi.

Hönnuðir ÞYKJÓ verða staðarlistamenn í Kópavogi árið 2021 og munu á þeim tíma vinna að þverfaglegu rannsóknar- og hönnunarstarfi fyrir börn og fjölskyldur þeirra í samvinnu við Gerðarsafn, Salinn, Náttúrufræðistofu Kópavogs og Bókasafn Kópavogs. ÞYKJÓ sérhæfir sig í búningum, innsetningum og listasmiðjum fyrir börn en innan vébanda hópsins eru barnamenningarhönnuður, textílhönnuður, búninga- og leikmyndahönnuður, arkitekt og klæðskerameistari eins og segir í tilkynningu á heimasíðu menningarhúsanna í Kópavogi.

Frá sýningu/vinnusmiðju Þykjó á HönnunarMars í júní 2020. Myndir/Kevin Pages
Frá sýningu/vinnusmiðju Þykjó á HönnunarMars í júní 2020. Myndir/Kevin Pages
Frá sýningu/vinnusmiðju Þykjó á HönnunarMars í júní 2020. Myndir/Kevin Pages

„Hönnun ÞYKJÓ sprettur upp úr þverfaglegu samtali og hönnuðir í teyminu þrífast á því að grúska og gera tilraunir. Það er því mikill fengur fyrir okkur að komast í starfsumhverfi menningarstofnana í Kópavogi sem snýr einmitt að því að byggja brýr á milli ólíkra listgreina, fræða og vísinda. Fyrsta lína ÞYKJÓ, Ofurhetjurjarðar, er óður til töfra dýraríkisins annarsvegar og leikgleði, ímyndunarafls og sköpunarkrafts barna hinsvegar, sem ákall um að hvort tveggja þurfi að vernda og varðveita,“ segir Sigríður Sunna Reynisdóttir,leikmynda- og búningahönnuður í hönnunarverkefninu ÞYKJÓ í tilkynningu.

Heimasíða Menningarhús Kópavogs

Hér er hægt að lesa tilkynninguna í heild sinni og sjá heildarlista styrkþega lista- og menningarsjóðs Kópavogs.

Ýttu hér

Tengt efni

  • Þrjú teymi valin til að hanna göngugötur fyrir Reykjavíkuborg

  • Opnað fyrir innsendingar í FÍT keppnina í tuttugasta skipti

  • Á bakvið vöruna - Steinunn Sigurðardóttir

Dagsetning
18. janúar 2021
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Deila

  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest

Tögg

  • Greinar
  • Vöruhönnun

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavik

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
  • Pinterest
© Hönnunarmiðstöð 2025.

Sími 771 2200