Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
    • Nýjast
    • Greinar
    • HönnunarMars
    • Viðtöl
    • Aðsent
    • Hönnunarmars
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Hönnunarsjóður
    • Útlínur framtíðar - Hönnunarstefna 2030
    • Samkeppnir&Valferli
    • Skapalón
    • Góðar leiðir
    • HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr
    • Ertu að leita að hönnuði og arkitekt?
    • Verslanir sem selja íslenska hönnun
    • LHÍ hönnun og arkitektúrdeild
    • Hönnunarsafn Íslands
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Hönnunarsjóður
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Styrkir
    • Samningar
    • Hönnunarnám
    • Ráðstefnur og sýningar
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Arkitektafélag Íslands
    • Félag íslenskra landslagsarkitekta
    • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
    • Félag íslenskra teiknara
    • Fatahönnunarfélag Íslands
    • Félag vöru-og iðnhönnuða
    • Félag íslenskra gullsmiða
    • Leirlistafélag Íslands
    • Textílfélagið
    • Starfsemi og hlutverk
    • Starfsfólk
    • Stjórnir
    • Hafa samband
    • Útgefið efni
  • hönnunarverðlaun Íslands
    • English
    • Íslenska

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
hönnunarverðlaun Íslands
Aftur í HA/fréttir
    • English
    • Íslenska

Þrjú teymi valin til að hanna göngugötur fyrir Reykjavíkuborg

16. janúar 2021

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur valið þrjú þverfagleg og skapandi teymi til að taka þátt í mótun göngugötuhluta Laugavegar, Vegamótastígs og Skólavörðustígs með þarfir notenda og rekstraraðila í fyrirrúmi.

Teymin munu hanna götuna í samvinnu við samræmingarhönnuð verkefnisins 9 skref, DLD – Dagný Land Design ásamt því sem M/studio heldur utan um hönnunarspretti og samráð við hagsmunaaðila göngugatnanna.

Hönnunarteymin sem urðu fyrir valinu:

  • Baldur Helgi Snorrason – Arkitekt, Nils Wiberg – Gagnvirkni- og upplifunarhönnuður og Jóhann Sindri Pétursson – Landslagsarkitekt.
  • Ragnhildur Skarphéðinsdóttir – Landslagsarkitekt, Elín Hansdóttir – Myndlistarmaður og  Kristján Kristjánsson – Lýsingarhönnuður.
  • Karl Kvaran – Arkitekt og skipulagsfræðingur, Lilja Kristín Ólafsdóttir – Landlagsarkitekt og Sigurður Árni Sigurðsson – Myndlistarmaður.

Fjórtán umsóknir bárust

Óskað var eftir þverfaglegum þriggja manna teymum í október síðastliðnum og lagt upp með að í teymunum gætu verið innanhússarkitektar, landslagsarkitektar, iðnhönnuðir, upplifunarhönnuðir, grafískir hönnuðir, myndlistarmenn eða mannfræðingar svo eitthvað sé nefnt. Alls bárust sviðinu fjórtán umsóknir en þrjú teymi voru valin úr þeim hópi. Teymin þrjú munu nú hanna níu svæði göngugötunnar og vonast er til að framkvæmdir geti hafist á einhverjum hlutum götunnar í lok sumars.

Tilgangurinn með verkefninu 9 skrefum er að skipta niður svæðunum og framkvæmdum svo sem minnst rask hljótist af framkvæmdunum og skrefin séu unnin í sátt við nærumhverfið. Lögð verður áhersla á að staðarandi og leikgleði fái að njóta sín. Hugað verður sérstaklega að lausnum er varða aðgengi allra, gróðurvæðingu, útfærslu götugagna og lýsingu.

Frekari upplýsingar má nálgast á vef Reykjavíkurborgar hér.

Tengt efni

  • Reykjavíkurborg auglýsir eftir hönnunarteymum til að móta göngugötur

  • Opnað fyrir innsendingar í FÍT keppnina í tuttugasta skipti

  • Á bakvið vöruna - Steinunn Sigurðardóttir

  • „Ég skil ekki þessa áráttu að kollvarpa því sem menn hafa gert hér á undan okkur“

Dagsetning
16. janúar 2021
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Deila

  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest

Tögg

  • Greinar
  • Reykjavík
  • Samkeppnir

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavik

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
  • Pinterest
© Hönnunarmiðstöð 2025.

Sími 771 2200