HönnunarMars 2023 í samstarfi við Polestar

5. maí 2023

HönnunarMars 2023 er í samstarfi við sænska rafbílaframleiðandann Polestar sem er staðráðinn í að bæta samfélagið með aðstoð hönnunar og tækni til að flýta fyrir breytingum til sjálfbærra ferðamáta. Vinkaðu endilega teymi hátíðarinnar ef þú sérð bíla HönnunarMars á rúntinum.


Um Polestar
Polestar (Nasdaq: PSNY) er með höfuðstöðvar í Gautaborg, Svíþjóð, eru bílar þess fáanlegir á netinu á 27 mörkuðum um allan heim í Norður-Ameríku, Evrópu og Asíulöndum við Kyrrahaf. Fyrirtækið stefnir að því að framleiða loftslagshlutlausan bíl, án þess að til komi kolefnisjöfnun, fyrir árið 2030.

Á Íslandi er Polestar rafbílasalurinn í Reykjavík og kallast Polestar Space, þar sem viðskiptavinir fá þjónustu frá Polestar Specialists, geta bókað reynsluakstur og afhendingu.

Polestar 2 kom á markað árið 2019 sem rafknúinn hlaðbakur með framúrstefnulegri skandinavískri hönnun og allt að 350 kW. Polestar 3 var frumsýndur síðla árs 2022 sem jeppi fyrir rafmagnsöldina – stór jeppi með afburða aksturseiginleika með sportlegar áherslur og rúmgott innanrými. Polestar mun bæta við þremur rafknúnum bílum til og með 2026.

Sólarorkuver á þaki Polestar Reykjavík
Sólarorkuver Brimborgar er á þaki Polestar Reykjavík rafbílasalarins er það stærsta á Íslandi hvort sem mælt er miðað við uppsett afl í kW, fjölda sólarsella, fjölda fermetra sólarsella eða reiknaða raforkuframleiðslu í kWst. Uppsett afl þess er ríflega 26 kW en um er að ræða 70 sólarsellur þar sem hver þeirra er 375 W og þekja þær 130 fermetra á þaki Polestar Reykjavík. Sólarsellurnar eru með 3,2 mm hertu hlífðargleri með glampavörn.

Dagsetning
5. maí 2023

Tögg

  • Greinar
  • HönnunarMars