Hönnunarsjóð fagnað á HönnunarMars

19. maí 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir menningar-og viðskiptaráðherra, Ragna Sara Jónsdóttir, listrænn stjórnandi og stofnandi FÓLK og Hrefna Sigurðardóttir, hönnuður hjá Studíó Fléttu.

Hönnunarsjóður fagnar 10 árum í ár og var því kjörið tilefni til að líta yfir farinn veg á viðburði sem fór fram í Grósku á HönnunarMars. Valdir styrkþegar veittu innsýn inn í verkefni sín og hvaða þýðingu Hönnunarsjóður hefur haft í þeirra vegferð og framgangi. 

Dagskrá viðburðarins hófst með því að Eydís Kvaran flutti verk á Dórófón, hljóðfæri sem hlaut styrk úr sjóðnum við gerð þess. 

Kynnar voru Greipur Gíslason og Edda Kristín Sigurjónsdóttir en Birna Bragadóttir, formaður stjórnar Hönnunarsjóðs opnaði viðburðinn. Fram komu aðilar frá verkefnunum Pikkoli, Plastplan, Vistbók, Gagarín, Fléttu, FÚSK Gufunesi, Fólk, Flothettu og As We Grow ásamt því að Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra flutti ávarp. 

Hér má sjá úrval mynda frá Aldísi Pálsdóttur frá viðburðinum. 

Dagsetning
19. maí 2022
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • Hönnunarsjóður
  • HönnunarMars