Svartbysvart & Friends pop-up verslun á Klapparstíg

18. desember 2023

Pop-up verslunin Svartbysvart & Friends hefur opnað við Klapparstíg 29 en verslunin leggur áherslu á sjálfbæra íslenska hönnun sem er framleidd í Reykjavík.

Marko Svart, einn af hönnuðum verslunarinnar segir að Svartbysvart & Friends vísi ekki aðeins til hönnuða sem eru í samstarfi í búðinni, heldur sé einnig opið boð til bæði viðskiptavina og listamanna.

"Þetta á við um alla, því í Reykjavík erum við öll vinir, ekki satt? Einnig gefum við reglulega hluta af sölunni til Dýrahjálpar, Villikanína og Hvalavina, því ekki má gleyma því að dýr eru líka vinir okkar!", segir Marko.

Í versluninni má meðal annars finna mikið úrval af sjálfbærri hönnun frá Svartbysvart, falleg og vönduð föt frá Tender Habit, einstakan prjónafatnað eftir Teklu Sól, prentaðar silkislæður og föt eftir Morra, skartgripi innblásna af hafinu frá Mar Jewelry, vistvæna skartgripir úr lífplasti eftir Eydísi Elfu Örnólfsdóttur, kerti úr endurunnu vaxi eftir Birna Kerti, póstkort eftir Styngvi og Mómó.

Svartbysvart & Friends verður opin til áramóta.

Dagsetning
18. desember 2023
Höfundur
Klara Rún Ragnarsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • Fatahönnun
  • Vöruhönnun
  • Skartgripahönnun