Kynning hjá Syrusson fyrir hönnuði og arkitekta

10. október 2023

Húsgagnaframleiðandinn Syrusson blæs til skemmtunar hjá sér þann 19. október þar sem kynntar verða nýjar húsgagnalínur og sérlínur. Húsgagnaframleiðandinn Narbutas og danski efnisframleiðandinn Gabriel verða á svæðinu til að kynna nýjungar.

Narbutas mun kynna nýjar vörulínur og fara yfir hvernig þau geta komið að öllum sérlausnum og smíði og aðstoðað ykkur með ykkar fjölbreyttu verkefni. Gabriel mun svo einnig fara yfir ný efni og liti sem litu dagsins ljós fyrir ekki svo löngu. 

Syrusson býður sérstaklega innanhússarkitektum, hönnuðum og öðrum sem vinna með val á húsgögnum fyrir stóra sem smáa vinnustaði.

Nomy og Reykjavik Coctails sjá um veitingarnar sem verða með glæsilegasta móti.

Dregið verður í happdrætti þar sem glæsilegir vinningar verða í boði og geta allir sem skrá sig (og eru á staðnum) átt möguleika á að fara heim með mjög flottan glaðning. 

Nú er tækifæri til að hitta kollegana, skemmta sér, borða góðan mat og renna því niður með flottum kokteilum og öðrum drykkjum.

Smellið hér til að skrá ykkur á viðburðinn.

Hvar: Syrusson, Síðumúli 17
Hvenær: Fimmtudaginn, 19. október kl. 16-19

 

Dagsetning
10. október 2023

Tögg

  • Greinar
  • Fagfélög