Sýningin Samband opnar í Epal

3. október 2023

Sýningin Samband opnar í Epal þann 5 október kl. 17. Á sýningunni eru sýndar vörur eftir fjórtan íslenska hönnuði sem eiga það sameiginlegt að hafa hannað vörur sem eru þróaðar, framleiddar og seldar í Skandinavíu, Bretlandi og Bandaríkjunum.

Sýnd verða húsgögn og vörur sem endurspegla íslenska hönnun og sambandið á milli íslenska og alþjóðlega hönnunarsamfélagsins. 

Sýningin Samband var áður haldin á hönnunarvikunni í Kaupmannahöfn, 3days of Design, dagana 7.- 9.júní sl. í Sendiráði Íslands við Strandgade 89. Var þá anddyri sendiráðisins fyllt af íslenskum hönnunarvörum framleiddum af norrænum hönnunarhúsum sem varpa ljósi á breiddina í íslenskri húsgagna- og vöruhönnun.

Val sýningarmuna: Eyjólfur Pálsson

Sýningarstjóri: Gunnhildur Ýrr Gunnarsdóttir

Hönnuðir:

Dögg Guðmundsdóttir

Erla Sólveig Óskarsdóttir

Guðmundur Lúðvík

Helga Sigurbjarnadóttir

Katrín Ólína Pétursdóttir

Ólafur Elíasson

Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir

Sigurjón Pálsson

Sveinn Kjarval

Hjalti Geir Kristjánsson

Hlynur V. Atlason

Gunnar Magnússon

Þórunn Árnadóttir

Sigurður Már Helgason

Sýningin er framleidd af Epal í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs.

Dagsetning
3. október 2023
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • Vöruhönnun
  • Húsgögn