Leiðsögn um íslenska byggingarlist
Nú eru fáanleg á ný þó nokkur eintök af verkinu Leiðsögn um íslenska byggingarlist sem Arkitektafélag Íslands gaf út árið 2000.
Nýlega fannst fyrir tilviljun nokkuð magn af bókinni Leiðsögn um íslenska byggingarlist sem Arkitektafélag Íslands gaf út árið 2000 í tilefni þess að Reykjavík var ein af níu menningarborgum Evrópu.
Um 250 verk hljóta umfjöllun í bókinni. Hverju verki fylgir skýringartexti og ljósmynd. Valin voru verk sem endurspegla helstu drætti byggingarsögunnar, sýna fjölbreytni hennar og grósku. Í bókinni er einnig ágrip íslenskrar byggingarsögu og byggðarþróunar Reykjavíkur. Bókin er handhægt og vandað leiðsögurit um íslenska byggingarlist.
Bókin er til sölu hjá Arctic Space, Óðinsgötu 7. Þar er opið föstud. 15-18.00 og laugard. 10-14.00. Fólk má gjarnan senda póst á info@arcticspace.is ef það vill nálgast hana öðruvísi.
