Leirrennsla og Krassað og þrykkt í Myndlistaskólanum í Reykjavík

16. janúar 2024

Þessa önnina býður Myndlistaskólinn í Reykjavík upp á þrjú námskeið sem eru ætluð þeim sem annars vegar hafa góðan grunn í leirrennslu og hins vegar hverjum þeim sem hefur áhuga á teikningu og grafíkmyndagerð.

Námskeiðin teygjast yfir alla önnina og eru fyrir 16 ára og eldri.

Leirrennsla

Verkstæði er ætlað þeim sem hafa náð það góðum tökum á leirrennslu að stuðningur jafningja nægir. Enginn kennari er á staðnum og er því um að ræða leigu á vinnuaðstöðu á ákveðnum tímum (tvisvar sinnum í viku, á mánu- og miðvikudögum frá kl. 12:45 til kl. 16:00) með lokuðum hópi.

Sjá nánar hér.

Leirrennsla

Framhald er ætlað þeim sem hafa grunn í leirrennslu og vilja auka færni sína, svo sem með því að renna ólík form og stærri. Þuríður Ósk Smáradóttir kennir námskeiðið og fer kennsla fram á miðvikudögum frá kl. 17:45 til kl. 21:00.

Sjá nánar hér.

Krassað og þrykkt 

Opið öllum þeim sem hafa áhuga á frjálsri teikningu og grafíkmyndagerð. Þau Helga Páley Friðþjófsdóttir, Leifur Ýmir Eyjólfsson og Sigurður Þórir Ámundason kenna námskeiðið, öll virtir og virkir myndlistarmenn. Kennsla fer fram á mánudögum frá kl. 17:45 til kl. 21:00.

Sjá nánar hér.

Dagsetning
16. janúar 2024
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • Grafísk hönnun
  • Leirlist