Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
    • Nýjast
    • Greinar
    • HönnunarMars
    • Viðtöl
    • Aðsent
    • Hönnunarmars
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Hönnunarsjóður
    • Útlínur framtíðar - Hönnunarstefna 2030
    • Samkeppnir&Valferli
    • Skapalón
    • Góðar leiðir
    • HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr
    • Ertu að leita að hönnuði og arkitekt?
    • Verslanir sem selja íslenska hönnun
    • LHÍ hönnun og arkitektúrdeild
    • Hönnunarsafn Íslands
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Hönnunarsjóður
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Styrkir
    • Samningar
    • Hönnunarnám
    • Ráðstefnur og sýningar
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Arkitektafélag Íslands
    • Félag íslenskra landslagsarkitekta
    • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
    • Félag íslenskra teiknara
    • Fatahönnunarfélag Íslands
    • Félag vöru-og iðnhönnuða
    • Félag íslenskra gullsmiða
    • Leirlistafélag Íslands
    • Textílfélagið
    • Starfsemi og hlutverk
    • Starfsfólk
    • Stjórnir
    • Hafa samband
    • Útgefið efni
  • hönnunarverðlaun Íslands
    • English
    • Íslenska

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
hönnunarverðlaun Íslands
Aftur í HA/fréttir
    • English
    • Íslenska

Leit að postulíni í Gryfjunni í Ásmundarsal

Þau Brynhildur Pálsdóttir hönnuður, Ólöf Erla Bjarnadóttir keramiker og Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur hafa komið sér fyrir í Gryfjunni í Ásmundarsal með verkefnið sitt, Leitin að postulíni.

Verkefnið er rannsókn á þeim möguleikum og hindrunum sem felast í nýtingu íslenskra jarðefna til að búa til postulín. Kveikjan að leitinni var saga postulíns, áhrif þessa sérstæða efnis á menningu okkar og hvernig það dreif áfram linnulausar tilraunir og tækniframfarir. Þessi þróun leiddi til gríðarmikillar útbreiðslu postulíns, sem er í dag órjúfanlegur hluti af okkar daglega lífi.

asmundarsalur
asmundarsalurÍ gær flutti þetta flotta fólk í Gryfjuna í Ásmundarsal til að halda áfram leit sinni að íslensku postulíni. Þau munu næsta mánuðinn mala, blanda og steypa muni úr postulíni. Verið hjartanlega velkomin að heimsækja vinnustofu þeirra í Ásmundarsal. #ásmundarsalur

Í verkefninu skoða þau sögu postulíns og þann sess sem jarðefnin í kringum okkur skipa í menningu okkar og samfélagi. Við leiðum sjaldan hugann að því hvaðan efnin koma sem við teljum jafnvel sjálfsögð í okkar daglega lífi. Að baki efnunum liggur þó aldalöng þróun, eins konar framvinda í sambandi manns og náttúru, keyrð áfram af þrotlausri forvitni mannsins sem sífellt leitast við að umbreyta áður ónýtanlegum þáttum náttúrunnar. Leit að postulíni er drifin áfram af þessari sömu forvitni og þrá eftir umbreytingu, þar sem við tökum efnin úr náttúrulegu samhengi sínu og gefum þeim nýtt hlutverk og form.

Verkefnið hófst árið 2016 eftir að hafa fengið styrk úr Hönnunarsjóði og hefur verið að þróast síðan. Lokahóf verður sunnudaginn 1. desember næstkomandi þar sem hægt verður að eignast hlutina sem þau hafa verið að búa til úr íslensku postulíni. Gryfjan í Ásmundasal er nú lögð undir tilraunir úr íslenskum jarðefnum, möguleikum þeirra velt upp og smáhlutir unnir á staðnum sem endurspegla söguna og efnin í þeirra náttúrulega samhengi.

Hér er heimasíða verkefnisins

Tengt efni

  • „Plast algjört draumaefni“

  • Stikla - Nordic Silence

  • Earth Matters by Philip Fimmano

Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Deila

  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest

Tögg

  • Vöruhönnun
  • Ásmundarsalur

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavik

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
  • Pinterest
© Hönnunarmiðstöð 2025.

Sími 771 2200