#minnhönnunarmars – hitum upp fyrir HönnunarMars í júní

Eins og flestum er nú kunnugt um þá var ákveðið að fresta HönnunarMars fram á sumar en hún mun fara fram dagana 24.–28. júní næstkomandi. Það er von okkar að hátíðin boði bjartsýni eftir erfiða tíma og þökkum kærlega fyrir góðan stuðning með þessa erfiðu en nauðsynlegu ákvörðun!

HönnunarMars hefði átt að hefjast núna í vikunni og kastljósið beinast að íslenskri hönnun og arkitektúr í sinni fjölbreyttu mynd. Það er áskorun fyrir hátíðina og þátttakendur að færa 100 sýningar og 250 viðburði fram um 14 vikur en í því felast líka tækifæri til að gefa fólki innsýn í vinnu, verkefni og hugarheim hönnuða á þessum dæmafáu tímum.

Af því tilefni freistum við þess að virkja samtakamátt allra hönnuða og arkitekta til þess að vekja athygli á íslenskri hönnun á samfélagsmiðlum. Átakið fer fram í kringum áætlaðar dagsetningar hátíðarinnar undir myllumerkjunum #minnhönnunarmars / #mydesignmarch.

designmarch
Í dag hefðum við átt að fagna nýkrýndum verðlaunahöfum Grapevine Design Awards 2020 og spennandi hönnunarviku framundan - í staðinn rifjum við upp góðar stundir fyrri ára og byrjum að láta okkur hlakka til í júní! // Today we should be celebrating the winners of the Grapevine Design Awards but instead we are warming up for June with some good festival memories! #minnhönnunarmars #mydesignmarch #hönnunarmars #designmarch #reykjavik #iceland
designmarch
Rafrænt skál! Í dag hefði verið fyrsti dagur HönnunarMars 2020 - og því tilvalið að hita upp bjartari tíma í sumar með þessum minningum frá opnunarhófum í gegnum tíðina. Hér er opnun hátíðarinnar í Hörpu árið 2017! Sjáumst 24-28. júní! // Digital cheers! Today would have been the first day of DesignMarch 2020 - and while we wait for better times to come we are keeping us warm with some memories from past openings! Here in Harpa 2017 See you in Reykjavík 24th-28th of June! #minnhönnunarmars #mydesignmarch #stayhome #designmarch #hönnunarmars #reykjavik #iceland

Þó að HönnunarMars hafi nú verið frestað fram á sumar getum við í sameiningu vakið athygli á íslensku hugviti, hönnun og arkitektúr, mikilvægi hátíðarinnar og þeim framúrskarandi verkefnum og sýningum sem fólk getur byrjað að hlakka til að sjá í sumar!

Markmiðið er að byrja sem fyrst að setja inn allskonar hönnunartengt efni á miðla eins og Instagram, Instagram Story og Facebook, og við minnum ykkur á að nota myllumerkin #minnhönnunarmars og/eða #mydesignmarch og merkja póstana @designmarch @honnunarmidstod og @hadesignmag svo við getum dreift þeim áfram á okkar miðlum.

honnunarmidstod
HönnunarMars í júní! Til að hita upp fyrir bjartari tíma í sumar hvetjum við ykkur til að fylgjast með @designmarch á Instagram þar sem verið er að rifja upp hátíðarminningar - líka í Story þar sem hrannast inn skemmtilegar minningar frá ýmsum áttum! Átt þú góða HönnunarMars minningu?Endilega deildu með @designmarch undir #minnhönnunarmars og/eða #mydesignmarch 👌 #hönnunarmars #designmarch #festival #stayhome #reykjavik #iceland
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • HönnunarMars