Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
  • Fréttir

    • Nýjast
    • Greinar
    • HönnunarMars
    • Viðtöl
    • Aðsent
  • Verkefni

    • Hönnunarmars
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Hönnunarsjóður
    • Útlínur framtíðar - Hönnunarstefna 2030
    • Samkeppnir&Valferli
    • Skapalón
    • Góðar leiðir
    • HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr
  • Íslensk hönnun og arkitektúr

    • Ertu að leita að hönnuði og arkitekt?
    • Verslanir sem selja íslenska hönnun
    • LHÍ hönnun og arkitektúrdeild
    • Hönnunarsafn Íslands
    • Félög hönnuða og arkitekta
  • Fyrir hönnuði

    • Hönnunarsjóður
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Styrkir
    • Samningar
    • Hönnunarnám
    • Ráðstefnur og sýningar
    • Félög hönnuða og arkitekta
  • Fagfélög

    • Arkitektafélag Íslands
    • Félag íslenskra landslagsarkitekta
    • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
    • Félag íslenskra teiknara
    • Fatahönnunarfélag Íslands
    • Félag vöru-og iðnhönnuða
    • Félag íslenskra gullsmiða
    • Leirlistafélag Íslands
    • Textílfélagið
  • Miðstöð hönnunar og arkitektúrs

    • Starfsemi og hlutverk
    • Starfsfólk
    • Stjórnir
    • Hafa samband
    • Útgefið efni
  • hönnunarverðlaun Íslands

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
hönnunarverðlaun Íslands
Aftur í HA/fréttir
    • English
    • Íslenska

Minn HönnunarMars - litríkir tískuviðburðir hjá Steinunni Hrólfsdóttur

22. apríl 2022

HönnunarMars 2022 er rétt handan við hornið en hátíðin fer fram 4. til 8. maí. Dagskráin í ár samanstendur af rúmlega 100 sýningum og 200 viðburðum. Um er að ræða fjölbreytta og spennandi viðburði sem endurspegla gróskumikið íslenskt hönnunarlandslag. Leikgleði og forvitini eru einkennandi á dagskránni í ár en viðfangsefnin eru m.a. samskipti, framtíðarsýn, örverur, fuglar, sjálfbærni, heilsa og náttúra. Það er ekki úr vegi að fá smá leiðsögn um dagskránna og höfum við því fengið nokkra vel valda aðila til þess að velja þá viðburði sem að þau ætla ekki að missa af á HönnunarMars.

Steinunn Hrólfsdóttir, eigandi og listrænn stjórnandi Andrá Reykjavík og fatahönnuður, deilir með okkur hvaða sýningum hún ætlar ekki að missa af í ár.

Leirlandslag

Ég hef lengi fylgst með Huldu Katarínu sem mér hefur fundist vinna með leir og keramik á afar listrænan og ferskan hátt. Hér er hún að gera tilraunir með íslenskan hveraleir og ég er svo hrifin af þessari einstöku og fallegu litapallettu og mjög spennt að sjá lokaútkomuna.

Leirlandslag

Hliðarheimur plantna

Fischersund hafa náð að vinna með plöntuheiminn á svo fallegan og ljóðrænan en sama tíma, nútímalegan hátt. Mjög spennt að sjá og upplifa þessa dulrænu sýningu.  

Hliðarheimur plantna

Einangrun

Ótrúlega mikið af spennandi fatahönnunar viðburðum í ár og þetta er klárlega einn af þeim. Hér er Farmers Market að kynna nýtt efni úr íslenskri ull í samstarfi við Ístex -  Ég er mikil áhugamanneskja um nýtingarmöguleika íslensku ullarinnar og ótrúlega hrifin af öllu sem Farmers gerir svo einstaklega spennandi samstarf hér á ferð.

Einangrun

IN BLOOM

Ég er alltaf spennt að sjá nýja hluti frá Hildi Yeoman, sem er klárlega í fremstu línu íslenskrar fatahönnunar í dag. En ég er líka einstaklega spennt fyrir staðsetningu sýningarinnar í Höfðustöðinni sem er nýtt listasafn með verkum Hrafnhildar Arnardóttur -Shoplifter í Elliðaárdalnum. Þetta verður einhver allsherjar litasprengjutryllingur sem ég get ekki beðið eftir að sjá .

IN BLOOM

Erna

Hér mun ég svo líklega eyða stærstum hluta af mínum HönnunarMars þar sem þessi sýning verður sýnd í versluninni minni, Andrá Reykjavík. Ég get lofað því að þetta verður geggjað. Erna Einarsdóttir sýnir hér fyrstu línu undir eigin nafni en hún var áður yfirhönnuður Geysis. 

Erna

Ekki missa af HönnunarMars í maí

Kynntu þér alla dagskrána hér

Ekki missa af HönnunarMars í maí

Tengt efni

  • Minn HönnunarMars - mjúkloðið fuglaþema hjá Berglindi Pétursdóttur

  • Viðburðir fyrir matarunnendur á HönnunarMars

  • Minn HönnunarMars - litríkir tískuviðburðir hjá Steinunni Hrólfsdóttur

Dagsetning
22. apríl 2022

Deila

  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest

Tögg

  • MinnHönnunarMars
  • HönnunarMars

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavik

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
  • Pinterest
© Hönnunarmiðstöð 2025.

Sími 771 2200

Þessi vefur notar vafrakökur (e. cookies) til að tryggja sem besta upplifun af notkun vefsins. Lesa meira um vafrakökur.