Nordic Office of Architecture leitar að öflugum liðsauka

14. október 2022
Sumarhús í Ánalandi,  Bláskógabyggð. Eftir Nordic Office of Architecture.
Sumarhús í Ánalandi, Bláskógabyggð. Eftir Nordic Office of Architecture.

Vegna góðrar verkefnastöðu og fjölmargra spennandi verkefna framundan leitar Nordic Office of Architecture að öflugum liðsauka.

Auglýst er eftir fólki í eftirfarandi stöður:

Reykjavík

Fyrir starfstöð okkar í Reykjavík leitum við að drífandi einstaklingum í eftirfarandi stöður:

  • Arkitekt/byggingafræðingur með reynslu af fullnaðarhönnun byggingaverkefna. Góð færni í Revit eða Archicad er nauðsynleg.
  • Arkitekt, skipulagsfræðingur og/eða borgarhönnuður með reynslu og áhuga á skipulagsverkefnum.

Akureyri

  • Arkitekt til að leiða faglegt starf teiknistofu Nordic á Akureyri.

Nordic Office of Architecture er leiðandi arkitektastofa á Norðurlöndum með 300 starfsmenn á fjórum starfsstöðvum, Reykjavík, Akureyri, Ósló og Kaupmannahöfn. Rætur stofunnar á Íslandi er teiknistofan Arkþing sem var stofnuð árið 1991. Eftir margra ára samvinnu milli fyrirtækjanna sameinuðust Arkþing og Nordic Office of Architecture árið 2019.

Umsóknir berast á hhj@nordicarch.com fyrir 17. október.

Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál.

Dagsetning
14. október 2022
Höfundur
Gerður Jónsdóttir

Tögg

  • Arkitektúr
  • Atvinna