Notkun timburs í arkitektúr með áherslu á íslenskt efni

Íslenskir skógar eru farnir að gefa af sér en hvernig nýtum við timbrið sem frá þeim kemur? Þriðjudaginn 2. nóvember munu Hlynur Gauti Sigurðsson, landslagsarkitekt og borgarskógræðingur og Sigurður Einarssonar, arkitekt, frá Batteríinu fjalla um timbur, notkun þess í arkitektúr og þá með áherslu á íslenskt timbur.
Hlynur Gauti Sigurðsson er tengiliður skógarbænda og sérfræðingur í loftslagsmálum hjá Bændasamtökum Íslands. Hlynur er menntaður landslagsarkítekt og borgarskógfræðingur frá Kaupmannahafnarháskóla. Í um áratug var hann skógræktarráðunautur á Austur- og Vesturlandi. Samhliða vann hann myndbönd um skógrækt sem hægt er að nálgast á heimasíðu Skógræktarinnar. Undanfarin fjögur ár hefur hann starfað fyrir skógarbændur á landsvísu þar sem verkefnin eru fjölbreytt. Meðal annars að kynna íslenskt timbur sem ásamt öllum þeim fjölbreyttu tækifærum sem felast í skógrækt.
Sigurður Einarsson, arkitekt, frá Batteríinu mun í sinni kynningu leggja áherslu á nýtt hús Hafrannsóknarstofnunar Íslands við Fornubúð í Hafnarfirði. Húsið er stærsta timburhús landsins, en það er byggt úr CLT einingum og er því mikið brautryðjendaverk.
Eftir kynningu Hlyns og Sigurðar mun eiga sér stað samtal um notkun timburs í arkitektúr með áherslu á íslenskar lausnir.
Fyrsta þriðjudag hvers mánaðar í vetur mun Arkitektafélag Íslands standa fyrir fyrirlestrum um arkitektúr og hið byggða umhverfi. Fyrirlestrarnir verða haldnir í Fenjamýri, sal á 1. hæð í Grósku

