Ný ljósvistarákvæði í byggingarreglugerð: Tillaga samráðshóps kynnt

24. nóvember 2023

Þann 29. nóvember, kl. 12-13, verður haldinn kynningarfundur hjá HMS, Borgartúni 21 og á Teams, þar sem tillögur að nýjum ljósvistarákvæðum í byggingarreglugerð verða kynntar og ræddar.

Um leið mun samráðshópurinn, sem vann tillögurnar afhenda þær með formlegum hætti.

 Dag­skrá fund­ar:

  • Hermann Jónasson, forstjóri HMS - Ávarp
  • Herdís Björk Brynjarsdóttir, lögfræðingur hjá HMS - Störf samráðshópsins við endurskoðun á ljósvistarákvæðum
  • Ásta Logadóttir, verkfræðingur hjá Lotu - Tillögur að nýjum ljósvistarákvæðum
  • Umræður

Hádegishressing verður á boðstólnum.

Þau sem koma í Borgartúnið eru hvött til að koma fótgangandi eða nýta vistvæna ferðamáta. Strætóleiðir 4, 12 og 16 stoppa fyrir utan HMS.

Verið öll velkomin!

Skráning á viðburðinn fer fram hér

Dagsetning
24. nóvember 2023
Höfundur
Gerður Jónsdóttir

Tögg

  • Arkitektúr