Nýjar áherslur í nýsköpun  - mikilvægi og framtíð Hönnunarsjóðs

11. október 2023

Í tilefni af 10 ára afmæli stendur Hönnunarsjóður fyrir viðburði og samtali í Grósku þann 18. október kl. 16.00 - 18:00. 

Þar verður fjallað um þróun í nýsköpun og nýjar áherslur tengdar samfélagslegum breytingum og umhverfismálum. Kynntar verða fróðlegar niðurstöður könnunar sem gerð var meðal umsækjenda og styrkþega Hönnunarsjóðs auk þeirra sem starfa á sviði hönnunar og arkitektúrs. Þá verða rædd tengsl Hönnunarsjóðs við aðra nýsköpunarsjóði og tækifæri í stuðnings- og styrkjaumhverfi fyrir verkefni á þessu sviði. Í lokinn fer fram síðari úthlutun Hönnunarsjóðs árið 2023. 

Meðal þeirra sem koma fram er Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra menningar og viðskipta, styrkþegar ásamt fagaðilum úr stuðnings og sjóðaumhverfinu.

Kynnir er Bergur Finnbogason, listrænn stjórnandi hjá CCP 

Dagskrá: 

Ráðherra Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra menningar og viðskipta
Kynning á niðurstöðum úr könnun Hönnunarsjóðs 
Örstutt erindi frá styrkþegum
Pikkolo, Hampsteypa, Shape&Repeat,

Panelumræður:
Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK
Sigurður Óli Sigurðsson, Sviðsstjóri rannsókna- og nýsköpunarsviðs Rannsóknamiðstöðvar Ísland
Hrönn Greipsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs Atvinnulífsins
Guðrún Inga Ingólfsdóttir, formaður stjórnar Hönnunarsjóðs

Að samtali loknu þá veitir ráðherra styrki úr Hönnunarsjóði

Drykkir og fögnuður!

Vinsamlegast staðfestu mætingu hér.

Dagsetning
11. október 2023
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • Hönnunarsjóður
  • Fagfélög