Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
    • Nýjast
    • Greinar
    • HönnunarMars
    • Viðtöl
    • Aðsent
    • Hönnunarmars
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Hönnunarsjóður
    • Útlínur framtíðar - Hönnunarstefna 2030
    • Samkeppnir&Valferli
    • Skapalón
    • Góðar leiðir
    • HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr
    • Ertu að leita að hönnuði og arkitekt?
    • Verslanir sem selja íslenska hönnun
    • LHÍ hönnun og arkitektúrdeild
    • Hönnunarsafn Íslands
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Hönnunarsjóður
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Styrkir
    • Samningar
    • Hönnunarnám
    • Ráðstefnur og sýningar
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Arkitektafélag Íslands
    • Félag íslenskra landslagsarkitekta
    • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
    • Félag íslenskra teiknara
    • Fatahönnunarfélag Íslands
    • Félag vöru-og iðnhönnuða
    • Félag íslenskra gullsmiða
    • Leirlistafélag Íslands
    • Textílfélagið
    • Starfsemi og hlutverk
    • Starfsfólk
    • Stjórnir
    • Hafa samband
    • Útgefið efni
  • hönnunarverðlaun Íslands
    • English
    • Íslenska

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
hönnunarverðlaun Íslands
Aftur í HA/fréttir
    • English
    • Íslenska

Ómur aldanna - Fiðlusmíð í 40 ár

5. október 2023

Þessa dagana stendur yfir hátíðin Ómur aldanna - fiðlusmíð í 40 ár í Ásmundarsal þar sem verið er að fagna rösklega fjögurra áratuga starfsferli Hans Jóhannssonar, fiðlumiðs. Sýnd er tugir hljóðfæra, allt frá barokkhljóðfærum til klassískra strengjahljóðfæra, auk tilraunahljóðfæra og hljóðskúlptúra í anda 21. aldar. Sýningin stendur yfir til 15. október og sýningarstjóri er Elín Hansdóttir.

Strengjahljóðfæri (fiðlur, víólur, selló og bassar) eru bakbeinið í hljómi allrar klassískrar tónlistar hvort heldur sem litið er til hefðar genginna árhundraða eða samtímans. Í gegnum yfirlitssýningu, viðburðaröð og fjölda tónleika er markmið hátíðarinnar Ómur aldanna – fiðlusmíði í 40 ár, að segja sögu fiðlusmíði undanfarinna 500 ára í gegnum kviksjá starfsferils Hans, auk þess að varpa ljósi á nýsköpun og framtíðarmöguleika í hönnun og þróun þeirra strengjahljóðfæra sem notuð eru til að þjóna klassískum tónlistararfi. Horft verður til sögu og hefðar, goðsagna, smíða, hljóms, tónlistarflutnings, sambands hljóðfæraleikara við hljóðfærið sitt og síðast en ekki síst upplifunar þeirra sem hlusta og njóta.

Í Gryfjunni verður nýrri tækni og uppfinningum gerð skil, auk þess sem 21. aldar hljóðfæri Hans verða þar til sýnis. Þau byggja á rannsóknum og frumkvöðlastarfi Hans, sem hann hefur m.a. deilt með rannsakendum Manchester háskóla í Bretlandi. Á meðan á hátíðinni stendur verður hægt að fá tækifæri til að taka þátt í tilraunum og reyna hljóðfærin í Gryfju.

Á hverjum degi verður einstakur hádegisviðburður í Ásmundarsal þar sem alþjóðlegri menningu og hefð hljóðfæranna verður gerð skil með opnum samtölum, fyrirlestrum, örtónleikum og tilraunum en hátíðinni lýkur með tónleikum í samstarfi við Hörpu, þar sem leikið verður á 35 hljóðfæri í Norðurljósum.

Stjórnandi á tónleikunum verður Bjarni Frímann Bjarnason, en strengjasveitina skipa margir fremstu hljóðfæraleikarar þjóðarinnar auk gesta erlendis frá sem gera sér sérstaka ferð til Íslands til að taka þátt í hátíðinni og heiðra ævistarf Hans. Hægt er að tryggja sér miða hér.

Hátíðin er styrkt af Tónlistarborgin Reykjavík og Hönnunarsjóði.

Tengt efni

  • Opið fyrir umsóknir á HönnunarMars 2024 - snemmskráning til 31. október

  • Hvað langar þig að heyra og sjá á DesignTalks 2024? Opið kall til 16. október

  • Opið fyrir tilnefningar til Scandinavian Design Awards 2024

Dagsetning
5. október 2023
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Deila

  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest

Tögg

  • Greinar

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavik

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
  • Pinterest
© Hönnunarmiðstöð 2025.

Sími 771 2200