Opið fyrir tilnefningar til Scandinavian Design Awards 2024

4. október 2023

Scandinavian Design Awards 2024 leitar að tilnefningum, frestur til 6. október. Verið er að leita ef framúrskarandi hönnun, arkitektúr og innanhúshönnun frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku og Íslandi. Verðlaunin fara fram í tengslum við Stockholm Furniture Fair 6. febrúar 2024.

Þetta er í fyrsta sinn sem búið er að opna fyrir alla að senda inn tilnefningar en um sjö verðlaunaflokka er að ræða, meðal annars arkitektúr ársins, húsgagn ársins og hönnuður ársins.

Dómnefnd skipa fagaðilar frá Skandinavíu - og Íslandi:

 • Martin Rörby, formaður dómnefndar
 • Amina Djemili, ritstjóri Rum Hemma
 • Antrei Hartikainen, hönnuður
 • Anya Sebton, hönnuður
 • Cecilie-Molvær-Jørgensen, Doga
 • Eero Koivisto, Arkitekt, hönnuður og stofnandi CKR
 • Hlín Helga Guðlaugsdóttir, hönnuður og listrænn stjórnandi
 • Ivana Kildsgaard, arkitekt Tengbom
 • Jannicke Kråkvik, stílisti og stofnandi Kråkvik/D'Orazio
 • Josefin Udén, ritstjóri Nya Rum
 • Julius Iversen, listrænnstjórnandi og stofnandi Tableau
 • Kari Korkman, stofnandi Helsinki Design Week og Fiskars Village Art & Design Biennale
 • Kieran Long, ArkDes
 • Lisa Marie Mannfolk Eklund, ristjóri Rum
 • Marcia Harvey Isaksson, innanhúshönnuður
 • Martha Lewis, framkvæmdastjóri Henning Larsen
 • Niina Sihto, hönnuður og eigandi Fyra Ltd
 • Per-Olav Sølvberg, innanhúshönnuður
 • Pekka Pakkanen, arkitektr og stofnandi Planetary Architecture
 • Tina Vernon, ritstjóri Nya Rum
 • Viktoria Millentrup, arkitekt BIG
Dagsetning
4. október 2023
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

 • Greinar
 • Fagfélög