Opið fyrir umsóknir á jólamarkað POPUP Verzlun í Hafnarhúsi

12. nóvember 2021

POPUP VERZLUN leitar nú að þátttakendum fyrir jólamarkaðinn í Listasafni Reykjavikur Hafnarhúsi laugardaginn 11 desember 2021. Ert þú með spennandi vöru/verkefni/list sem þú vilt kynna & selja?

Hönnuðir, fyrirtæki, studio og myndlistarfólk er hvatt til að sækja um fyrir lok mánudags 22. nóvember. Öllum umsóknum verður svarað að loknum fresti. 

Athugið að öllum sóttvarnarreglum verður fylgt til hins ítrasta. Val þátttakenda/vörumerkja er vandað að venju og gert í takt við stefnu PopUp Verzlunar. Opnunartími verður frá 11-17 þennan dag.

Athugið að fjöldi þátttakenda/vörumerkja er takmarkaður.

Dagsetning
12. nóvember 2021
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • Fagfélög