Opið fyrir umsóknir í borgarsjóð Reykjavíkurborgar

12. október 2023
Frá sýningunni Handverk á Hafnartorgi á HönnunarMars 2024. Mynd/Aldís Pálsdóttir

Opið er fyrir umsóknir um styrki úr borgarsjóði fyrir verkefni á árinu 2024. Umsóknarfrestur er til 27. október.

Borgarsjóður veitir styrki til félagasamtaka, fyrirtækja og einstaklinga til starfsemi, verkefna og viðburða í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun borgaryfirvalda.

Styrkir eru veittir til verkefna á sviði eftirtalinna málaflokka: 

  • Félags- og velferðarmála
  • Íþrótta- og æskulýðsmála 
  • Mannréttindamála
  • Menningarmála
  • Skóla- og frístundamála

Umsóknir um styrki fara fram rafrænt í gegnum Mínar síður. 

Umsóknir skulu berast innan tilskilins frests, starfsemi, viðburðir eða verkefni eru ekki styrkt eftirá. Umsóknir um styrki eru metnar út frá reglum Reykjavíkurborgar um styrki og mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar sem og verklagsreglum hvers málaflokks.

Dagsetning
12. október 2023
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • Fagfélög