PLANNORD - snemmskráning til 15. maí

Snemmskráning á norræna skipulagsrannsóknaþingið PLANNORD lýkur miðvikudaginn 15. maí. Er þetta í ellefta sinn sem þingið er haldið en það fer fram í Reykjavík dagana 21. - 23. ágúst. Yfirskrift þingsins í ár er: Skipulag í norrænu samhengi - tækifæri og áskoranir.
Málþingið er einstakt tækifæri fyrir alla sem láta sig skipulagsmál varða þar sem reyndir alþjóðlegir sérfræðingar deila þekkingu sinni og reynslu. PLANNNORD er einnig mikilvægur vettvangur fyrir tengslanet og miðlun þekkingar um svæðisskipulag í norrænu samhengi.
Skráning og nánari upplýsingar
PLANNORD 2024 – Skipulag í norrænu samhengi – tækifæri og áskoranir | Facebook
