Skattakynning Myndstefs - fyrir höfunda sjónlistaverka

4. október 2021

Þann 1. janúar 2020 tóku gildi breytt skattalög sem fólu í sér að greiðslur vegna seinni afnota höfundavarinna verka eru fjármagnstekjuskattskyldar (22%) en ekki tekjuskattaðar (31,45 – 46,25%), eins og áður fyrr. En hvað þýðir þetta? Myndstef stendur fyrir kynningu á þessum lögum og reglum þann 21. október kl. 16.

  • Hvað eru „seinni afnot“?
  • Skiptir máli hvort ég fái greiðslur sem einstaklingur eða fyrirtæki?
  • Get ég áfram greitt tekjuskatt í stað fjármagnstekjuskatts af þessum tekjum?
  • Get ég áfram dregið kostnað á móti tekjum ef ég greiði fjármagnstekjuskatt af tekjunum? 

Myndstef stendur fyrir kynningu á þessum lögum og reglum, þar sem þessum spurningum og mörgum öðrum verður svarað. Tilgangur kynningarinnar er að kynna lögin fyrir félagsmönnum, meðal annars til þess að auðvelda höfundum framkvæmd við útgáfu reikninga, útreiknings skattstofns og skil á skatti og staðgreiðslu.

Guðbjörg Þorsteinsdóttir, skattalögfræðingur og meðeigandi hjá Deloitte, mun kynna lögin og fjalla um skilyrði skattlagningarinnar og framkvæmdina. Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, lögfræðingur Myndstefs og Aðalheiður Dögg Finnsdóttir, framkvæmdastjóri Myndstefs, munu stilla upp nokkrum raunhæfum dæmum í samræmi við lögin. Einnig verður tekið við spurningum úr sal.

Kynningin fer fram fimmtudaginn 21. október og hefst kl 16:00, í salnum 'Fenjarými' í Grósku í Vatnsmýrinni (Bjargargötu 1, 102 Reykjavík).

Kynningin er opin öllum og ókeypis og áhugasamir er beðnir um að merkja sig 'attending' á Facebook viðburði.

Lögin eru aðgengileg hér: https://www.althingi.is/altext/149/s/2072.html
Reglugerðin er aðgengileg hér: https://www.reglugerd.is/.../fjarmala--og.../nr/1245-2019

Dagsetning
4. október 2021

Tögg

  • Greinar
  • Fagfélög
  • Myndstef