Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
    • Nýjast
    • Greinar
    • HönnunarMars
    • Viðtöl
    • Aðsent
    • Hönnunarmars
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Hönnunarsjóður
    • Útlínur framtíðar - Hönnunarstefna 2030
    • Samkeppnir&Valferli
    • Skapalón
    • Góðar leiðir
    • HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr
    • Ertu að leita að hönnuði og arkitekt?
    • Verslanir sem selja íslenska hönnun
    • LHÍ hönnun og arkitektúrdeild
    • Hönnunarsafn Íslands
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Hönnunarsjóður
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Styrkir
    • Samningar
    • Hönnunarnám
    • Ráðstefnur og sýningar
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Arkitektafélag Íslands
    • Félag íslenskra landslagsarkitekta
    • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
    • Félag íslenskra teiknara
    • Fatahönnunarfélag Íslands
    • Félag vöru-og iðnhönnuða
    • Félag íslenskra gullsmiða
    • Leirlistafélag Íslands
    • Textílfélagið
    • Starfsemi og hlutverk
    • Starfsfólk
    • Stjórnir
    • Hafa samband
    • Útgefið efni
  • hönnunarverðlaun Íslands
    • English
    • Íslenska

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
hönnunarverðlaun Íslands
Aftur í HA/fréttir
    • English
    • Íslenska

Sneiðmynd - Fatahönnuðurinn Helga Lára Halldórsdóttir

12. apríl 2021

Fyrirlesturinn ber yfirskriftinga Mapping theory through practice - the logic of success and failure og er hluti af Sneiðmynd, fyrirlestrarseríu hönnunardeildar og arkitektúrdeildar LHÍ. Helga Lára útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2018 og MFA í fatahönnun frá Textilhögskolan í Borås en hún hefur verið stundakennari við Listaháskóla Íslands og hjá Myndlistarskólanum í Reykjavík.

Fyrirlesturinn er á morgun, þriðjudaginn 13. apríl á Teams kl. 12.10.

Sem stendur vinnur Helga Lára sjálfstætt að rannsóknum innan fagsins ásamt því að sinna ýmsu þverfaglegu samstarfi með öðrum hönnuðum og listamönnum. Hún einbeitir sér að starfendarannsóknum sem snúa að líkamanum, rými og flíkum og heillast að mannlegu eðli og óþægindum um leið og hún ögrar hugmyndum okkar um klæðnað.

Í fyrirlestri sínum mun Helga Lára ræða sína nálgun á hönnun og sýna dæmi úr MA rannsókn sinni og völdum yfirstandandi verkefnum. Hún mun ræða verkefnin í tengslum við akademískar hönnunarrannsóknir með áherslu á framfarir.       

Linkur á fyrirlesturinn - Teams
iceland_university_of_the_arts
iceland_university_of_the_arts

SNEIÐMYND
Öflugt rannsóknarstarf kennara við arkitektúrdeild og hönnunardeild er undirstaða þekkingarsköpunar, hugmyndafræðilegrar endurnýjunar og listrænnar nálgunar sem miðlað er til nemenda í gegnum kennslu og til samfélagsins með þátttöku í ýmsum verkefnum á innlendum og alþjóðlegum vettvangi.

Í fyrirlestraröðinni Sneiðmynd kynna kennarar hönnunardeildar og arkitektúrdeildar eigin rannsóknir og listsköpun og ræða tengsl þeirra við kennslu í deildinni.

Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og er fagfólk, nemendur og áhugafólk um hönnun og arkitektúr hvatt til að mæta.

 

Dagskrá Sneiðmyndar 2021

Þriðjudagur 12. apríl 2021

Helga Lára Halldórsdóttir, fatahönnuður og stundakennari í fatahönnun

Þriðjudagur 27. apríl 2021

Hrefna Sigurðardóttir, grafískur hönnuður og stundakennari í grafískri hönnun

Þriðjudagur 4. maí 2021

Johanna Seelemann, vöruhönnuður og aðjúnkt í vöruhönnun

Viðburður á Facebook

Tengt efni

  • Opið fyrir innsendingar í bókasafn Signatúra Studíós

  • HLUTVERK - opið kall í sýningu Félags vöru- og iðnhönnuða á HönnunarMars í maí

  • Viltu vera sýningarstaður á HönnunarMars í maí?

Dagsetning
12. apríl 2021
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Deila

  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest

Tögg

  • Greinar
  • Listaháskóli Íslands
  • Fatahönnun

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavik

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
  • Pinterest
© Hönnunarmiðstöð 2025.

Sími 771 2200