Viltu vera sýningarstaður á HönnunarMars í maí?
Dagskrá HönnunarMars, stærstu hönnunarhátíðar landsins, er óðum að taka á sig mynd með yfir 100 staðfestum sýningum sem endurspegla einstaka grósku íslensks hönnunarsamfélags - nú leita sumar þessara sýninga að heimili yfir hátíðina 19 - 23. maí - viltu bjóða í heimsókn?
Dagskrá stærstu hönnunarhátíðar landsins er óðum að taka á sig mynd með yfir 100 staðfestum sýningum sem endurspegla einstaka grósku íslensks hönnunarsamfélags á þessum umbrotatímum í öflugu samstarfi við nýsköpunargeirann, atvinnulífið, sendiráð Íslands út í heimi svo fátt eitt sé nefnt.
Framtíðin, tækni, sjálfbærni, náttúra, arfleifð og nýsköpun er þátttakendum hugleikin viðfangsefni á hátíðinni í ár sem veitir innblástur inn í nýja tíma.
Núna leita sumar þessara sýninga að heimili yfir hátíðina - viltu vera gestgjafi?