Stikla - ARCO

6. desember 2018

Arco-línan var í aðalhlutverki á sýningarbás fyrirtækisins Design House Stockholm á hönnunarsýningunni FORMEX í Stokkhólmi í ágúst 2018. Línan þróaðist út frá búkkum og skrifborði eftir íslenska hönnuðinn Chuck Mack og er nú framleidd og seld hjá DHS.

Búkkarnir koma í tveimur stærðum og hafa fjölbreytt notagildi, meðal annars sem bekkir og borð. Arco fæst í verslun Epal í Skeifunni.

Dagsetning
6. desember 2018

Tögg

  • HA
  • HA08
  • Vöruhönnun
  • Stiklur