Stikla - Viktor Weisshappel og Útmeð’a

Forvarnaverkefnið Útmeð’a er samstarfsverkefni Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins.
Fyrir verkefnið hannaði grafíski hönnuðurinn Viktor Weisshappel bætur á fatnað sem á eru myndgerðar útgáfur af ólíkum tilfinningum. Merkingunum er ætlað að hvetja fólk til að bera tilfinningar sínar utanklæða í stað þess að fela þær.



