Stikla - Mannabein

Torfi Fannar Gunnarsson lauk námi í myndlist frá Gerrit Rietveld Akademíunni í Amsterdam árið 2012. Hann sýndi sína fyrstu fatalínu undir merkinu Mannabein á samnefndri sýningu í anddyri Hönnunarsafns Íslands 2018. Þar vélprjónaði hann meðal annars flíkur og fylgihluti fyrir framan gesti safnsins.
Mannabein er afrakstur sjálfsskoðunarferlis Torfa og þar glittir í tengingar við svartagaldur, suður-ameríska plöntulækna, villta vestrið og austurlenskt myndmál.


