Stikla - MUN

Anna Thorunn og Bybibi eru meðal þeirra íslensku hönnunarmerkja sem standa að baki hönnunarversluninni MUN sem einnig rúmar vinnuaðstöðu hönnuða.
Vörulínan Trans frá Bybibi inniheldur kertastjaka úr hráefnum sem falla til við almenna framleiðslu og Stillness, nýjasta vörulínan frá Önnu Thorunni, innheldur hliðarborð, kertastjaka og bakka úr duftlökkuðu stáli. Í MUN fæst jafnframt fjölbreytt úrval hönnunarvara frá North Limited, Færinu, Fjaðrafoki, IHanna og IIDEM.
MUN, Barónsstíg 27, 101 Reykjavík

