Studio 2020 á HönnunarMars: Hönnunarspjall tvö

26. júní 2020

Hönnunarspjallið var liður í dagskrá Studio 2020 á HönnunarMars, tilraunavettvangur ætlað að miðla efni hátíðarinnar á ýmsu formi á meðan á henni stóð og í kjölfarið. Þættirnir voru þrír talsins og voru sýndir í beinni útsendingu í samstarfi við Vísi á meðan HönnunarMars stóð yfir.

Hér er má sjá annan þáttinn þar sem Garðar Eyjólfsson ræðir við Erling Jóhannesson, gullsmið og forseti BÍL og Rósu Hrund Kristjánsdóttur, sköpunarstjóra hjá Hvíta Húsinu. Hlín Helga Guðlaugsdóttir talaði við Helga Pjetur, frumkvöðul og hönnuð um smitrakningarappið, eitt besta dæmi um aðkomu og mikilvægi hönnuða í þverfaglegu samstarfi.

Í þáttunum var farið yfir sýningar og viðburði dagsins og það sem framundan var á hátíðinni með vel völdum einstaklingum, sem og lifandi samtal um hönnun í ljósi hamfarahlýnunar, hraðra tækniframfara, samfélagsbreytinga og nú síðast Covid 19.

Umsjón með hönnunarspjallinu hafa Hlín Helga Guðlaugsdóttir stjórnandi DesignTalks og Garðar Eyjólfsson fagstjóri meistaranáms í hönnun við LHÍ. Upptaka er í höndum Einars Egilssonar og útlit hefur Steinn Einar Jónsson hannað.

Dagsetning
26. júní 2020

Tögg

  • HönnunarMars
  • Greinar
  • Studio2020