Studio 2020 á HönnunarMars: Hönnunarspjall eitt

25. júní 2020

Hönnunarspjallið var liður í dagskrá Studio 2020 á HönnunarMars, sem var tilraunavettvangur sem ætlað var að miðla efni hátíðarinnar á ýmsu formi á meðan á henni stóð og í kjölfarið. Þættirnir voru þrír talsins og voru sýndir í beinni útsendingu í samstarfi við Vísi á meðan HönnunarMars stóð yfir.

Hér má sjá fyrsta þáttinn en þar ræða þau Garðar Eyjólfsson og Hlín Helga Guðlaugsdóttir við Berg Finnbogason sköpunarstjóri EVE online hjá CCP, Þóreyju Einarsdóttur, stjórnandi HönnunarMars og Söru Jónsdóttur, fyrrum stjórnanda HönnunarMars sem gefa ábendingar um dagskrá hátíðarinnar.

Í þáttunum var farið yfir sýningar og viðburði dagsins og það sem framundan var á hátíðinni með vel völdum einstaklingum, sem og lifandi samtal um hönnun í ljósi hamfarahlýnunar, hraðra tækniframfara, samfélagsbreytinga og nú síðast Covid 19.

Markmiðið með þessu er að veita innsýn í hugskot hönnuða, viðfangsefni og hugmyndir um framtíðina auk þess að hvetja til breiðs samtals um hönnun og arkitektúr. Umsjón með hönnunarspjallinu hafa Hlín Helga Guðlaugsdóttir stjórnandi DesignTalks og Garðar Eyjólfsson fagstjóri meistaranáms í hönnun við LHÍ. Upptaka er í höndum Einars Egilssonar og útlit eftir Steinn Einar Jónsson, hönnuð.

Dagsetning
25. júní 2020

Tögg

  • HönnunarMars
  • Studio2020
  • Greinar