Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
    • Nýjast
    • Greinar
    • HönnunarMars
    • Viðtöl
    • Aðsent
    • Hönnunarmars
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Hönnunarsjóður
    • Útlínur framtíðar - Hönnunarstefna 2030
    • Samkeppnir&Valferli
    • Skapalón
    • Góðar leiðir
    • HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr
    • Ertu að leita að hönnuði og arkitekt?
    • Verslanir sem selja íslenska hönnun
    • LHÍ hönnun og arkitektúrdeild
    • Hönnunarsafn Íslands
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Hönnunarsjóður
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Styrkir
    • Samningar
    • Hönnunarnám
    • Ráðstefnur og sýningar
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Arkitektafélag Íslands
    • Félag íslenskra landslagsarkitekta
    • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
    • Félag íslenskra teiknara
    • Fatahönnunarfélag Íslands
    • Félag vöru-og iðnhönnuða
    • Félag íslenskra gullsmiða
    • Leirlistafélag Íslands
    • Textílfélagið
    • Starfsemi og hlutverk
    • Starfsfólk
    • Stjórnir
    • Hafa samband
    • Útgefið efni
  • hönnunarverðlaun Íslands
    • English
    • Íslenska

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
hönnunarverðlaun Íslands
Aftur í HA/fréttir
    • English
    • Íslenska

Sýningin PREFAB/FORSMÍÐ opnar á Seyðisfirði

23. september 2020
Nest

Á sýningunni PREFAB/FORSMÍÐ eru sýnd forsmíðuð einingahús með það að markmiði að vekja athygli á áhrif byggingarlistar á líf okkar, og þá sérstaklega hvaða hlut einingahús geta átt í framtíð manngerðs umhverfis. Sýningin opnar 26. september næstkomandi í sýningarsal Skaftfells, miðstöð myndlistar á Seyðisfirði.

Einingahús, þ.e. byggingar úr einingum sem eru forsmíðaðar í verksmiðju og svo fluttar og settar saman á endanlegum stað eru grundvallandi fyrir þróun byggðar í Seyðisfjarðarkaupstað. Sýningarstjóri er Guja Dögg Hauksdóttir.

Einingahúsin sem fjallað er um á sýningunni eru frá seinni hluta 19. aldar til okkar daga. Hvert verk er einkennandi fyrir fagurfræðilega nálgun hvers tíma. Elsta verkið er Stefánshús, svokallað katalóghús í sveitserstíl, íbúðarhús sem hannað var og smíðað í verksmiðju í Noregi, tekið niður og sett upp aftur á Seyðisfirði 1899. Annað verkið er Le Cabanon, sumarbústaður frá árinu 1951 sem módernista arkitektinn Le Corbusier (1887-1965) hannaði fyrir sjálfan sig. Bústaðurinn var byggður á smíðaverkstæði á Korsíku og var fluttur þaðan í einingum sem settar voru upp á lóðinni að Roquebrune-Cap-Martin á Cote-d'Azure í Frakklandi. Þriðja verkið er Nest (Hreiður) eftir Rintala Eggertsson arkitekta, sem er stofnsett í Osló af þeim Sami Rintala frá Finnlandi og Degi Eggertssyni frá Íslandi. Hreiður er eins konar kerfi húshluta af forsmíðuðum einingum sem þróað var árið 2016 til að koma til móts við vaxandi straum flóttamanna með neyðarbústöðum af almennilegum gæðum fyrir fjölskyldur í hörmulegum aðstæðum.

Stefánshús
Le Cabanon
Nest (Hreiður) eftir Rintala Eggertsson arkitekta
Vatnaverk eftir Maríu Sjöfn Dupuis Davíðsdóttur
Glit eftir Arnór Kára Egilsson
Mín hönd, þín hönd eftir Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir

Áherslan á fagurfræðilegan þátt viðfangsefnisins er undirstrikuð með samspili þrívíðu innsetninganna við nýja myndlist eftir þrjá samtíma listamenn. Það eru María Sjöfn Dupuis Davíðsdóttir með Vatnaverk (2020), Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir með Mín hönd, þín hönd (2019), og Arnór Kári Egilsson með Glit (2020).  

Með sýningunni hefur verið þróað listfræðsluverkefni fyrir grunnskólanemendur á miðstigi og nemendur á listnámsbraut Menntaskólans á Egilsstöðum. Verkefnið er í boði BRAS, menningarhátið barna og ungmenna á Austurlandi, og List fyrir alla.

Sýningin opnar sem fyrr segir laugardaginn 26. september milli 14-18. Léttar veitingar og stuttar leiðsagnir verða í boði yfir daginn. Sýningargestir eru minntir á eins metra regluna og að spritta hendur við inngang. Vegna takmarkana geta aðeins um 25 gestir verið inni í salnum í einu og þess vegna er opnunartíminn lengri yfir daginn. Sýningin stendur til 20. desember.

Heimasíða Skaftfell

Frekari upplýsingar um sýninguna

Ýttu hér

Tengt efni

  • Hátt á annað hundrað ábendingar bárust í Hönnunarverðlaun Íslands 2020

  • Stafrænt hakkaþon - íslenskar umhverfis- og borgarlausnir í USA

  • Sýningin 100% Ull opnar í Hönnunarsafni Íslands

Dagsetning
23. september 2020
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Deila

  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest

Tögg

  • Greinar
  • Sýning
  • Opnun
  • Arkitektúr

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavik

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
  • Pinterest
© Hönnunarmiðstöð 2025.

Sími 771 2200