122 umsóknir bárust í Hönnunarsjóð - úthlutun fer fram 15. október

24. september 2020

Síðasta úthlutun Hönnunarsjóðs 2020 fer fram 15. október næstkomandi. Alls bárust 122 umsóknir í sjóðinn að þessu sinni.

Að þessu sinni eru 17 milljónir til úthlutunar en sótt er um 230 milljónir úr sjóðnum.

Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs: þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja. Hlutverk hans er að efla þekkingu, atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi en sjóðurinn er fjármagnaður af stjórnvöldum.

Hönnunarsjóður stuðlar einnig að auknum útflutningi íslenskrar hönnunar með því að styrkja kynningar- og markaðsstarf erlendis.

Á síðasta ári var komið á samstarfi á milli Icelandic Startups og Hönnnunarsjóðs um ráðgjöf til styrkþega Hönnunarsjóðs og fulltrúa þeirra verkefna sem hljóta styrki úr sjóðnum. Slíkur ráðgjafadagur er fyrirhugaður síðar á árinu.

honnunarmidstod
Við minnum á að umsóknarfrestur í Hönnunarsjóður rennur út 17. september næstkomandi - um síðustu úthlutun ársins 2020 er að ræða og sótt er um almenna- og ferðastyrki. Meira á heimasíðu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs 🔗 #hönnun #arkitektúr #design #architecture #icelanddesignfund #icelanddesignandarchitecture #reykjavik #iceland
Dagsetning
24. september 2020
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • Hönnunarsjóður
  • Fagfélög