Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
    • Nýjast
    • Greinar
    • HönnunarMars
    • Viðtöl
    • Aðsent
    • Hönnunarmars
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Hönnunarsjóður
    • Útlínur framtíðar - Hönnunarstefna 2030
    • Samkeppnir&Valferli
    • Skapalón
    • Góðar leiðir
    • HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr
    • Ertu að leita að hönnuði og arkitekt?
    • Verslanir sem selja íslenska hönnun
    • LHÍ hönnun og arkitektúrdeild
    • Hönnunarsafn Íslands
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Hönnunarsjóður
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Styrkir
    • Samningar
    • Hönnunarnám
    • Ráðstefnur og sýningar
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Arkitektafélag Íslands
    • Félag íslenskra landslagsarkitekta
    • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
    • Félag íslenskra teiknara
    • Fatahönnunarfélag Íslands
    • Félag vöru-og iðnhönnuða
    • Félag íslenskra gullsmiða
    • Leirlistafélag Íslands
    • Textílfélagið
    • Starfsemi og hlutverk
    • Starfsfólk
    • Stjórnir
    • Hafa samband
    • Útgefið efni
  • hönnunarverðlaun Íslands
    • English
    • Íslenska

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
hönnunarverðlaun Íslands
Aftur í HA/fréttir
    • English
    • Íslenska

Útgáfa og uppskeruhátíð - Náttúrulitun í nútíma samhengi

3. ágúst 2021

Fatahönnuðurðinn Sigmundur P. Freysteinsson fagnar útgáfu á rannsókn sinni á textíllitun, Náttúrulitun í nútímasamhengi, í bókverki sem inniheldur greinargóðan gagnagrunn náttúrulita úr íslensku umhverfi. Samtals um 440 litatónar. Útgáfuhófið fer fram í Hönnunarsafni Íslandi fimmtudaginn 5. ágúst kl. 16 og allir velkomnir.

Sigmundur útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2019 og vinnur með tilraunakennda sníðagerð, hönnun, jurtalitun og nýsköpun í textíl. Markmið hans er að þróa ný kerfi í sjálfbærri hönnun og umverfisvænni framleiðslu, sem nýtir auðlindir Íslands. Sýningin var frumsýnd á HönnunarMars í maí en hann hefur haft afnot af rannsóknarrými Hönnunarsafns Íslands í sumar og hafa gestir getað fylgst með tilraunum og hönnunarvinnunni sem þar fer fram.

Verkefnið sýnir hversu fjölbreytta liti má ná fram með náttúrulegu litarefni úr íslensku umhverfi. Síðastliðið ár hefur Sigmundur gert tilraunir á rúmlega 40 mismunandi litunarefnum frá plöntum, þangi og matarúrgangi. Afurðin er greinargóður gagnagrunnur náttúrulita úr íslensku umhverfi. Markmiðið með rannsókninni er að kanna möguleika íslenskrar textíllitunnar sem umhverfisvænan valkost fyrir framleiðslu á nútíma hönnun. Verkefnið tekur mið af íslenskri jurtalitunarsögu og horfir til framtíðar hvernig við þróum þekkingu á því sem landið gefur.

Til að byrja með verða einungis gefin út örfá eintök af bókverkinu sem verður fáanlegt á viðburðinum fyrir 25.000 kr.

Sólrún Arnardóttir sem stundar nám í textílhönnun við Central Saint Martins hefur aðstoðað Sigmund við verkið. Verkefnið tekur mið af íslenskri jurtalitunarsögu og horfir til framtíðar hvernig við þróum þekkingu á því sem landið gefur.

Verkefnið er styrkt af Hönnunarsjóði.

Viðburður á Facebook

Tengt efni

  • Hönnunarsjóður - umsóknarfrestur til 2. september

  • „Tæknin vísar veginn og hefur áhrif á hugarflug okkar að því leyti hvað er mögulegt að gera og hvernig við getum nýtt það til að gera eitthvað enn flóknara”

  • „Hugtakið sjálfbærni er flókið og viðamikið“

  • Hönnunarsafn Íslands
Dagsetning
3. ágúst 2021
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Deila

  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest

Tögg

  • Greinar
  • Fatahönnun
  • Hönnunarsafn Íslands
  • Hönnunarsjóður

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavik

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
  • Pinterest
© Hönnunarmiðstöð 2025.

Sími 771 2200