Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
  • Fréttir

    • Nýjast
    • Greinar
    • HönnunarMars
    • Viðtöl
    • Aðsent
  • Verkefni

    • Hönnunarmars
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Hönnunarsjóður
    • Útlínur framtíðar - Hönnunarstefna 2030
    • Samkeppnir&Valferli
    • Skapalón
    • Góðar leiðir
    • HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr
  • Íslensk hönnun og arkitektúr

    • Ertu að leita að hönnuði og arkitekt?
    • Verslanir sem selja íslenska hönnun
    • LHÍ hönnun og arkitektúrdeild
    • Hönnunarsafn Íslands
    • Félög hönnuða og arkitekta
  • Fyrir hönnuði

    • Hönnunarsjóður
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Styrkir
    • Samningar
    • Hönnunarnám
    • Ráðstefnur og sýningar
    • Félög hönnuða og arkitekta
  • Fagfélög

    • Arkitektafélag Íslands
    • Félag íslenskra landslagsarkitekta
    • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
    • Félag íslenskra teiknara
    • Fatahönnunarfélag Íslands
    • Félag vöru-og iðnhönnuða
    • Félag íslenskra gullsmiða
    • Leirlistafélag Íslands
    • Textílfélagið
  • Miðstöð hönnunar og arkitektúrs

    • Starfsemi og hlutverk
    • Starfsfólk
    • Stjórnir
    • Hafa samband
    • Útgefið efni
  • hönnunarverðlaun Íslands

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
hönnunarverðlaun Íslands
Aftur í HA/fréttir
    • English
    • Íslenska

Vegrún - merkingarkerfi fyrir ferðamannastaði og friðlýst svæði

17. maí 2021

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs kynna Vegrúnu, merkingakerfi fyrir ferðamannastaði og friðlýst svæði.

 Á föstudaginn, 14. maí, var Vegrún opnuð með pompi og prakt af umhverfisráðherra, Guðmundi Inga Guðbrandssyni á Djúpalónssandi á Snæfellsnesi. Djúpalónssandur er fyrsti staður af mörgum hér á landi þar sem merkingar úr Vegrúnu verða notaðar.

Vegrún er nýtt merkingakerfi, ætlað öllum þeim sem setja upp merkingar á ferðamannastöðum eða friðlýstum svæðum. Vegrún stendur öllum til boða jafnt opinberum aðilum sem og einkaaðilum um allt land. Vegrún var hönnuð til að samræma merkingar hér á landi, til einföldunar fyrir uppbyggingaraðila og til að bæta upplifun ferðamanna, auka gæði, samræma upplýsingagjöf og auka öryggi. Verkefnið byggir á Landsáætlun, stefnu hins opinbera í innviðauppbyggingu. Landsáætlun var samþykkt vorið 2018 og er markmið stefnunnar að bregðast við þeim mikla fjölda ferðamanna sem sækja landið á ári hverju.

Umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson á Djúpalónssandi á Snæfellsnesi.

Vegrún er hönnuð af hönnunarteyminu Kolofon&co en teymið var valið úr 23 teymum sem sóttu um að hanna kerfið. Í teyminu er fjölbreyttur hópur einstaklinga, hver með sína sérþekk­ingu sem nýtist hönnun Vegrúnar. Hönnun kerfisins hófst haustið 2020. Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sá um þróun og framk­væmd verk­efn­isins og var tengi­liður milli þeirra fjöl­mörgu aðila sem komu að verk­efninu.

Aðaláhersla Kolofon&co við hönnun kerfisins var að skapa heildstætt kerfi þar sem gæði og virðing fyrir náttúru og umhverfi er höfð að leiðarljósi. Hannað var nýtt letur fyrir Vegrúnu, Stika Sans og er efniviður í skiltunum sóttur í íslenskan efnivið og innlenda framleiðslu.

Ljósmyndir: Axel Sig

Vegrúnu má nálgast á vefnum godarleidir.is. Vefurinn er hugsaður sem upphafsreitur fyrir alla þá sem huga að uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum. Þar er auk Vegrúnar handbók um náttúrustíga og fljótlega munu skipulagsleiðbeiningar um innviðauppbyggingu verða aðgengilegar á síðunni. 

Ofangreind þrjú verkefni eru afurð vinnu samstarfshóps skipuðum af umhverfis- og auðlindaráðherra til að fylgja Landsáætlun eftir í framkvæmd. Hlutverk hópsins var að efla fagþekkingu, hönnun og samræmingu við uppbyggingu innviða til verndar náttúru- og menningarsögulegum minjum á ferðamannastöðum. Í hópnum eru full­trúar frá Umhverfis- og auðlinda­ráðu­neyti, Umhverf­is­stofnun, Ferða­mála­stofu, Þjóð­garð­inum á Þing­völlum, Vatna­jök­uls­þjóð­garði, Land­græðsl­unni, Minjastofnun, Þjóð­minja­safni Íslands, Sambandi íslenskra sveit­ar­fé­laga, Skóg­rækt­inni og Miðstöð hönn­unar og arkitektúrs.

Góðar leiðir

Merkingarkerfið má nálgast hér

Ýttu hér

Tengt efni

  • Útskriftarverkefni varð að letri í nýju merkingakerfi á ferðamannastöðum og friðlýstum svæðum

  • „Að hanna kerfi sem sinnir mjög ólíkum þörfum“

  • Teymið Kolofon&co valið til að hanna merkingar og merkingakerfi

Dagsetning
17. maí 2021
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir
Ljósmyndari
Axel Sig

Deila

  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest

Tögg

  • Greinar
  • Góðar leiðir
  • Vegrún

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavik

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
  • Pinterest
© Hönnunarmiðstöð 2025.

Sími 771 2200

Þessi vefur notar vafrakökur (e. cookies) til að tryggja sem besta upplifun af notkun vefsins. Lesa meira um vafrakökur.