Elín Elísabet Einarsdóttir

Elín Elísabet er teiknari og listamaður sem starfar að mestu í Reykjavík og á Austurlandi. Hún stundar fjölbreytt störf svosem myndlýsingar, infógrafík, og snarteikningu ýmissa viðburða (sjá www.jafnodum.is). Hún fæst líka við málverk og veggmyndir. Elín hefur sérhæft sig í að greina flóknar upplýsingar og koma þeim á auðskilið, myndrænt form í gegnum teikningu og aðrar miðlunarleiðir. Elín er annar af stofnendum Nýlundabúðarinnar (www.instagram.com/nylundabudin).