Borghildur Óskardóttir
Borghildur Óskardóttir er löggildur arkitekt FAÍ síðan 2021. Hún lærði arkitektúr á Íslandi LHÍ, í Hollandi AHK og Þýskalandi UdK og hefur starfað hjá arkitektastofum í þessum löndum og í Chile. Hún starfaði áður hjá Studio O. Eliasson þar sem hún tók þátt í fjölbreyttum verkum á mörkum listar og arkitektúrs. Borghildur skiptir tímanum á milli arkitektavinnu og listavinnustofu sem sjálflærður listamaður.