Anna Sóley Þorsteinsdóttir arkitekt FAÍ

Anna Sóley er arkitekt frá Kungliga Tekniska Högskolan, Stokkhólmi 2007 og hefur starfað hjá Kanon arkitektum frá útskrift. Kanon arkitektar hafa starfað frá 1994 við arkitektúr og skipulag. Fyrirtækið veitir opinberum aðilum, fyrirtækjum og einstaklingum arkitekta- skipulags- og landslagsráðgjöf og þjónustu. Hjá Kanon arkitektum starfa arkitektar og landslagsarkitekt, samstillt sjö manna teymi fagfólks með fjölbreyttan bakgrunn og víðtæka þekkingu og reynslu á sínu sviði.