Steinunn Halldórsdóttir

Steinunn er innanhússarkitekt frá Escuela de Artes Decorativas de Madrid. Hún hefur starfað við ráðgjöf og innanhússhönnun í nýbyggingar og eldra húsnæði fyrir einstaklinga, stofnanir og fyrirtæki. Steinunn er einn af eigendum VA arkitekta sem er hópur hæfileikaríkra og reynslumikilla hönnuða og arkitekta sem vinna í sameiningu að vandaðri byggingarlist – frá teikniborðinu að fullbúnu verki.