Ásgrímur Már Friðriksson

Ási Már er eigandi hönnunar- og markaðsstofunnar Blóð stúdío sem sérhæfir sig í listrænni efnissköpun, aðgreinandi mörkun og sértækari vörumerkjaupplifun. Hann hefur stofnað til og tekið þátt í fjölmörgum verkefnum sem snúa að nýsköpun, hönnun og framsækni. T.a.m. leiðir Ási rannsóknina Keramar ásamt þverfaglegu teymi. Keramar er rannsókn á nýjum afsetningarleiðum og notkunarmöguleikum alifuglafjaðra við gerð staðgengils plastefna í formi lífplasts fyrir íslenskan iðnað.