Erna Einarsdóttir

Erna lauk BA námi í fatahönnun frá Gerrit Rietveld listaháskólanum í Amsterdam árið 2009 og MA námi í fatahönnun frá Central Saint Martins í London árið 2012. Eftir nám starfaði hún hjá Saint Laurent í París en frá 2013 til 2021 starfaði hún sem listrænn stjórnandi og yfirhönnuður Geysis. Erna hefur í mörg ár unnið við hönnun og framleiðslu á fatnaði og heimilistextíl og leggur mikla áherslu á prjón og fallegan textíl í hönnun sinni. Erna er félagi í Fatahönnunarfélagi Ísland