Katrín Valgerður Karlsdóttir

Kvalka útskrifaðist frá LHÍ árið 2001. Verkin hennar bera merki tilrauna og hún tekur því fagnandi þegar eitthvað óvænt gerist í ferlinu því þá verða nýjar hugmyndir til. Hvert verk er einstakt, formað í höndum og með alúð sem mótvægi við fjöldaframleiðslu. Hún sérhæfir sig í að brenna verkin með lifandi eldi. Það er áhættusamt fyrir leirinn hann getur sprungið eða brotnað í eldinum. Útkomunni verður ekki stjórnað en þegar vel tekst til getur árangurinn orðið stórkostlegur