Ragnheidur Ingunn Ágústsdóttir

Vefsíða
Sími
Samfélagsmiðlar
Þegar ég horfi á skýin þá finnst mér ég ótrúlega lítil en á sama tíma eins og ég sé hluti af einhverju miklu stærra. Formin líta öll eins út við fyrstu sýn en vinnuferlið hannar ófullkomleika sem gera hvert og eitt form einstakt. Þau mynda heildarmynstur eins og í náttúrunni. Þessi tjáning á stemningu andrúmsloftsins hátt uppi á himni, ósnertanlegum. Mig langar að móta þessa skammvinnu fegurð í eitthvað sem ég get snert og gert að minni eigin fegurð.