Þorbjörg Þórðardóttir

Sími
Samfélagsmiðlar
Hugmyndir að verkum mínum sæki ég til íslenskrar náttúru. Þetta eru minningarbrot af náttúrufyrirbærum þar sem samspil efnis og áferðar er stór þáttur. Eins og hugmyndirnar, kemur allt efni sem ég nota úr náttúrunni sem ég lita og spinn frjálslega. Ég hef haldið tryggð við vefstólinn og gömlu seinlegu veftæknina sem er svo yndislega á skjön við hraða nútímans. Ég nýt þess að vinna með þetta gamla hefðbundna efni, mjúka ullina, óstýriláta hrosshárið og umbreyta í nútímatextíl.