Sustainordic

SUSTAINORDIC er samnorrænn vettvangur sem beinir sjónum að sjálfbærri neyslu og framleiðslu á Norðurlöndunum í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Sustainordic varpar ljósi á framúrskarandi norræn dæmi um sjálfbæra framleiðslu og neyslu og hvetur um leið til alþjóðlegrar þróunar á þessu sviði.

Norðurlöndin eru leiðandi þegar kemur að sjálfbærri þróun og tilgangur vettvangsins er að safna saman og dreifa góðum fyrirmyndum og dæmum um sjálfbærar leiðir á alþjóða vettvangi.
Að verkefninu koma auk Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, ArkDes og Form/Design Center frá Svíþjóð, Design Forum Finland, DOGA frá Noregi og Dansk Design Center. Verkefnið er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni.

Sustainordic hefur gefið út 3 skýrslur þar sem er að finna viðtöl og umfjöllun um ólík verkefni landanna sem öll eiga það sameiginlegt að vinna með sjálfbærni að leiðarljósi.

Skýrslurnar má nálgast á skrifstofu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs í Grósku, Bjargargötu 1, 102 Reykjavík eða senda tölvupóst á info@honnunarmidstod.is

sustainordic
sustainordic
sustainordic