Arkitektafélag Íslands

Arkitektafélag Íslands starfar í þeim tilgangi að stuðla að góðri byggingarlist í landinu, efla samvinnu félagsmanna og standa vörð um hagsmuni þeirra

Félagsaðild

Til að gerast fullgildur félagsmaður Arkitektafélags Íslands þarf umsækjandi að hafa lokið námi í arkitektúr sem félagið viðurkennir. Nemar með aðild gerast sjálfkrafa fullgildir félagsmenn að námi loknu þegar staðfesting frá skóla liggur fyrir og hefur verið samþykkt á stjórnarfundi.

Arkitektar geta valið að vera með beina aðild að félaginu eða gerast félagar að AÍ í gegnum BHM. Allir nýir félagar verða að senda inntökubeiðni  til félagsins hvort sem um er að ræða beina aðild að félaginu eða aðild í gegnum BHM.

Arkitekt er lögverndað starfsheiti og þarf leyfi ráðuneytis til að nota þann titil.

Félagsgjöld

Félagsgjöld Arkitektafélags Íslands árið 2019

Arkitektafélag Íslands er nú orðið stéttarfélag og því geta arkitektar sótt um stéttarfélagsaðild eða fagfélagsaðild. Í báðum tilvikum þarf umsókn að fara í gegnum AÍ.

Félagsmenn sem eru með stéttarfélagsaðild í BHM greiða 1% af launum í félagsgjöld. Þessir aðilar fá aðild að kjaradeild sem veitir þeim þátttöku í fag- og stéttarfélagsmálum.

Félagsmenn sem sækja um fagaðild AÍ greiða árgjald Arkitektafélags Íslands sem er 40.600 kr + útgáfu- og vefmiðlagjald 10.000 kr, samtals: 50.600 kr. Félagsaðild veitir réttindi til þátttöku í öllum málum félagsins öðrum en stéttarfélagsmálum.

Arkitektanemar: greiða ekkert gjald.

Félagsmenn 67 ára og eldri greiða útgáfu- og vefmiðlagjald sem er 10.000 kr. á ári. 

Félagar búsettir á Íslandi

Félagar búsettir erlendis

Heiðursfélagar

Alls hafa tíu einstaklingar hlotið heiðursnafnbótina heiðursfélagi Arkitektafélags Íslands. Þrír þeirra eru núlifandi, þ.e. , Manfreð Vilhjálmsson arkitekt  sem var kjörinn heiðursfélagi 2011, Jes Einar Þorsteinsson sem var kjörinn heiðursfélagi 2013 og Albína Thordarson arkitekt  sem voru kjörin heiðursfélagi 2015.  Aðrir sem hlotið hafa þessa heiðursnafnbót eru Guðrún Jónsdóttir arkitekt, sem var kjörinn heiðursfélagi 2015, Högna Sigurðardóttir arkitekt, sem var kjörin heiðursfélagi árið 2008, Gísli Halldórsson arkitekt, sem kjörinn var heiðursfélagi árið 2002, Guðmundur Kr. Kristinsson, arkitekt, kjörinn heiðursfélagi 2001, Hörður Ágústsson listmálari og fræðimaður um byggingarlist, kjörinn heiðursfélagi 1992, Gunnlaugur Halldórsson, arkitekt, kjörinn heiðursfélagi 1969 og Sigurður Guðmundsson, arkitekt, sem varð heiðursfélagi Húsameistarafélagsins 1955.