Arkitektafélag Íslands

Arkitektafélag Íslands starfar í þeim tilgangi að stuðla að góðri byggingarlist í landinu, efla samvinnu félagsmanna og standa vörð um hagsmuni þeirra

Ertu að leita að hönnuði eða arkitekt?

Yfirlit yfir hönnuði og arkitekta er komið í loftið á heimasíðu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Markmiðið er að auka sýnileika og auðvelda aðgengi að hönnuðum og arkitektum. 
23. janúar 2022
Breið og nágrenni – svæðið sem samkeppnin tekur til

Hugmyndasamkeppni um skipulag á Breið - ,,Falin perla framtíðar"

Breið þróunarfélag f.h. Brim hf og Akraneskaupstaður í samstarfi við Arkitektafélag Íslands bjóða til opinnar hugmyndasamkeppni um skipulag Breiðar á Akranesi.
14. janúar 2022

Hönnunarsamkeppni um framtíðabókasafn miðborgarinnar

Reykjavíkurborg í samstarfi við Arkitektafélag Íslands efnir til hönnunarsamkeppni um endurhönnun á Grófarhúsi. Samkeppnin er hönnunar-og framkvæmdasamkeppni með forvali.
14. janúar 2022

Framtíðarbókasafn, miðbæjargarður, faldar perlur - samkeppnir, valferli og forval framundan

Í vikunni fóru af stað þrjár opnar hugmyndasamkeppnir, eitt valferli og ein forvalskeppni miðaðar að hönnuðum og arkitektum. Hér má sjá yfirlit með helstu upplýsingum.
14. janúar 2022

Níu hönnuðir hljóta listamannalaun 2022

Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum og að þessu sinni hljóta níu einstaklingar úthlutað úr launasjóði hönnuða. 50 mánuðir voru til úthlutunar, sótt var um 488 mánuði. 
13. janúar 2022

Hugmyndasamkeppni um Miðbæjargarð í Mosfellsbæ

Mosfellsbær í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs efnir til opinnar hugmyndasamkeppni um nýjan bæjargarð og upplifunar- og áningarstað í miðbæ Mosfellsbæjar.  Skilafrestur til 21. mars.
13. janúar 2022

Árið 2021 í hönnun og arkitektúr

Þá er árinu 2021 að ljúka. Ári sem hefur haft sínar hæðir og lægðir, samkomutakmarkanir, sóttvarnir og afléttingar í bland. Þrátt fyrir furðulegt ár hefur allskonar áhugavert átt sér stað þegar kemur að hönnun og arkitektúr sem við rifjum upp hér.
30. desember 2021

Hús Hjálpræðishersins eftir Teiknistofuna Tröð vekur athygli

Höfuðstöðvar Hjálpræðishersins má finna á lista Archilovers yfir athyglisverðan arkitektúr á árinu. Það er Teiknistofan Tröð sem á heiðurinn af verkinu. Sömuleiðis hefur byggingin vakið eftirtekt hjá ýmsum erlendum miðlum. 
21. desember 2021

Hátíðarkveðjur frá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs

Stjórn og starfsfólk Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs sendir hugheilar hátíðarkveðjur. Skrifstofa okkar er lokuð frá 22. desember til 4. janúar. Gleðileg jól og farsælt komandi ár!
21. desember 2021

Einstakur áningarstaður á Mýrdalssandi valið eitt besta verkefni ársins

Einstakur áningastaður við Laufskálavörðu úr smiðju Stáss arkitekta er eitt besta verkefni ársins að mati fagmiðilsins Archilovers, fyrir fagurfræði sína, sköpun og notkunarmöguleika. Þjónustuhúsið var tekið í notkun árið 2020 og hefur vakið mikla athygli erlendra sem innlendra gesta.
16. desember 2021

Straumar frá Bretlandseyjum – Rætur íslenskrar byggingarlistar

Bókin er eftir arkitektana Hjördísi Sigurgísladóttur og Dennis Davíð Jóhannesson og er afrakstur sögulegs rannsóknarverkefnis þeirra. Hún fjallar um hvernig áhrif frá Bretlandseyjum hafa mótað íslenska byggingarsögu frá upphafi byggðar og fram á daginn í dag. Bókin kom út í dag. 
15. desember 2021

Laugavegur - saga í máli og myndum komin út

Bókin Laugavegur eftir Önnu Dröfn Ágústdóttur, sagnfræðing og Guðna Valberg, arkitekt er komin út en þar er byggingar- og verslunarsaga aðalgötu Reykjavíkur sögð í máli og myndum og tilraun gerð til að útskýra hvers vegna hún hefur þróast með þeim hætti sem raun ber vitni. 
10. desember 2021

Pálmar Kristmundsson, arkitekt hlýtur Prins Eugen orðuna

Pálmar Kristmundsson, arkitekt hlaut í gær Prins Eugen orðuna fyrir framúrskarandi framlag til byggingarlistar. Orðan er veitt árlega af sænsku konungsfjölskyldunni til fimm einstaklinga frá Norðurlöndunum fyrir framlag sitt til listsköpunar.
8. desember 2021