Arkitektafélag Íslands

Arkitektafélag Íslands starfar í þeim tilgangi að stuðla að góðum arkitektúr í landinu, efla samvinnu félagsmanna og standa vörð um hagsmuni þeirra. Hægt er að hafa samband við félagið með því að senda tölvupóst á netfangið ai@ai.is

Hlynur Axelsson, Sigursteinn Sigurðsson, Anna Karlsdóttir, Kristján Örn Kjartansson, Helga Guðrún Vilmundardóttir og Birta Fróðadóttir. Veðursæld var mikil við úthlutun úr Minningarsjóði Guðjóns Samúelssonar og fór viðburðurinn mestmegnis fram utandyra.

Halldóra Arnardóttir hlýtur styrk úr Minningarsjóði Guðjóns Samúelssonar

Halldóra Arnardóttir, listfræðingur, hlaut í gær styrk úr Minningarsjóði Guðjóns Samúelssonar, til að ljúka ritstörfum um verk Skarphéðins Jóhannssonar arkitekts (1914-1970). Þetta er í þrettánda sinn sem úthlutað er úr sjóðnum sem var stofnaður 24. nóvember 1990 í samræmi við erfðaskrá Guðjóns frá árinu 1948. Alls bárust fimm umsóknir um styrkinn í ár.
2. júní 2023

Hittumst og fögnum! 

Velkomin á sumargleði og ársfund Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs þann 14. júní í Grósku.
2. júní 2023

Samband/Connection á 3 Days of Design

Sýningin Samband/Connection sýnir vörur eftir níu íslenska hönnuði sem eiga það sameiginlegt að hafa hannað vörur sem eru þróaðar, framleiddar og seldar í Skandinavíu. Sýningin er hluti af dönsku hönnunarvikunni, 3 days of design, sem stendur yfir dagana 7. - 9. júní.
1. júní 2023

AÍ verður eingöngu fagfélag

Á síðasta aðalfundi AÍ var samþykkt að leggja niður AÍ sem stéttarfélag og ganga inn í Fræðagarð BHM.
1. júní 2023

AÍ verður eingöngu fagfélag en ekki fag-og stéttarfélag

Á síðasta aðalfundi AÍ var samþykkt að leggja niður AÍ sem stéttarfélag og ganga inn í Fræðagarð BHM.
31. maí 2023

Framlengdur skilafrestur - Samkeppni um nýjan leik - og grunnskóla í Vogabyggð

Athugið, skilafrestur í samkeppni um nýjan leik-og grunnskóla í Vogabyggð hefur verið framlengdur til 15. ágúst.
30. maí 2023
Tillaga KRADS/TRÍPÓLÍ/Urbanlab nordic.

KRADS, TRÍPÓLÍ og Urbanlab nordic vinna samkeppni um hönnun nýs Regluheimilis Oddfellowreglunnar

KRADS, TRÍPÓLÍ og Urbanlab nordic urðu hlutskörpust í samkeppni um hönnun nýs Regluheimilis í Urriðaholti, Garðabæ, fyrir Oddfellowregluna.
25. maí 2023

Stykkishólmskirkja ein fegursta kirkja í heimi

Stykkishólmskirkja hefur verið valin ein af tíu fegurstu kirkjum í heimi að mati Architectual Digest. Kirkjan er teiknuð af Jóni Haraldssyni og var vígð árið 1990.
25. maí 2023
Útskriftarhópur arkitektanema við LHÍ vorið 2023

Leiðsögn um útskriftarsýningu BA nemenda við LHÍ fyrir félaga í AÍ 

Á fimmtudaginn, 25. maí, kl. 20.00 verður leiðsögn fyrir félagsmenn AÍ um útskriftarsýningu BA nema við LHÍ. Sýningin er haldin í Listasafni Reykjavíkur-Hafnarhúsi.
24. maí 2023

Rannsóknarsetur skapandi greina stofnað

Stofnfundur Rannsóknaseturs skapandi greina fór fram þriðjudaginn 23. maí. Hlutverk Rannsóknaseturs skapandi greina (RSG) verður m.a. að stuðla að samráði háskóla, stofnana, stjórnvalda, Hagstofu Íslands og atvinnulífs menningar og skapandi greina, sem styrkt getur innviði og vöxt atvinnugreinanna og eflt gagnaöflun og greiningu sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir og miðlun.  
24. maí 2023
Húsnæðiskostur & híbýlaauður, hlutu styrk úr Minningarsjóði Guðjóns Samúelssonar árið 2021

Úthlutun úr Minningarsjóði Guðjóns Samúelssonar 1. júní

Fimmtudaginn 1. júní kl. 17.30 fer fram úthlutun úr Minningarsjóði Guðjóns Samúelssonar. Úthlutunin fer fram í Grósku-Fenjamýri. Boðið verður upp á léttar veitingar. Öll velkomin!
22. maí 2023

Stutt og skemmtilegt námskeið í rísóprentun

Þann 30. maí hefst stutt og hnitmiðað námskeið í rísóprentun  í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Á námskeiðinu, sem stendur yfir í fjóra kennsludaga, fá þáttakendur tækifæri til að kynnast möguleikum rísóprentvélararinnar og læra að undirbúa verk til prentunar í einum, tveimur eða fleiri litum.
16. maí 2023

Starfandi einstaklingum fjölgar mest í hönnun og arkitektúr

Rekstrartekjur í menningu og skapandi greinum voru rúmlega 126 milljarðar árið 2021 og hækkuðu um 5,6% frá fyrra ári samkvæmt nýútkomnum menningarvísi Hagstofunnar. Milli áranna 2019 og 2021 hækkuðu rekstrartekjur hins vegar einungis um 0,4% á verðlagi ársins 2021. Rekstrartekjur 2021 voru hæstar í kvikmyndum og sjónvarpi eða um 22% af heildartekstrartekjum og tæp 15% í fjölmiðlum annars vegar og hönnun og arkitektúr hins vegar.
11. maí 2023

Hlaupið var um arkitektúr á HönnunarMars

Hlaupið var um arkitektúr í annað sinn á HönnunarMars í ár.
9. maí 2023
Borghildur Sturludóttir, Sigurður Hannesson, Dagur B. Eggertsson og Sigurður Ingi Jóhannsson í pallborðsumræðum

Hættum að tala um verð á fermetra og förum að tala um gæði

,,Neytendavitund skortir á Íslandi þegar kemur að húsnæði.” Þetta er meðal þess sem kom fram á málþinginu, 35.000 íbúðir á 10 árum: Hvernig er best að gera þetta?, sem haldið var á nýliðnum HönnunarMars.
8. maí 2023

ECO Schulte og Randi með kynningu fyrir arkitekta

Miðvikudaginn 10. maí verða Vélar og verkfæri í samstarfi við ECO Schulte og Randi með kynningu á fyrirtækjunum og vöruúrvali þeirra með sérstaka áherslu á hágæða og margverðlaunaðar vörur fyrir flóttaleiðir, hurðarpumpur og hurðarhandföng.
8. maí 2023

HönnunarMars 2023 - sýningar sem standa lengur

Þrátt fyrir að HönnunarMars hátíðinni er nú formlega lokið, eftir 5 daga af vel heppnuðum hátíðarhöldum, sýningum og viðburðum eru nokkrar sýningar á dagskrá ennþá opnar. Alls voru um 100 sýningar og yfir 150 viðburðir á dagskrá og því ekki ólíklegt að einhverjum hafi ekki tekist að sjá allt sem var á dagskrá. Hér má má sjá yfirlit yfir þær sýningar sem standa opnar lengur.
8. maí 2023

Hvað ef framtíðin er enn ekki glötuð?

Hvað ef framtíðin er enn ekki glötuð? Hvers konar breytingar verðum við að gera í dag í okkar samfélagi og byggða umhverfi til að geta átt bjarta framtíð?
5. maí 2023

35.000 íbúðir á 10 árum: Hvernig er best að gera þetta?

Á HönnunarMars í ár ætlar Arkitektafélag Íslands, í samstarfi við Grænni byggð og Húsnæðis og mannvirkjastofnun (HMS) að standa fyrir málstofu þar sem gæði, umhverfið og samfélag er sett í fyrsta sæti.
3. maí 2023