Arkitektafélag Íslands

Arkitektafélag Íslands starfar í þeim tilgangi að stuðla að góðum arkitektúr í landinu, efla samvinnu félagsmanna og standa vörð um hagsmuni þeirra. Hægt er að hafa samband við félagið með því að senda tölvupóst á netfangið ai@ai.is

Opinn fyrirlestur um sjálfbærni í arkitektúr frá Arnhildi Pálmadóttur

Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt FAÍ, verður með fyrirlestur í Fenjamýri, Grósku á morgun, þriðjudaginn 5. mars kl. 17. Þar mun hún fjalla um eigin verkefni og aðferðafræði í átt að sjálfbærum arkitektúr. Fyrirlesturinn er á ensku og opinn öllum.
4. mars 2024

Tölum um hringrásarhagkerfið! Hvernig getum við auðveldað hringrás í byggingariðnaði á Íslandi?

Tölum um hringrásarhagkerfið! Hvernig getum við auðveldað hringrás í byggingariðnaði á Íslandi? Ef þú vilt hafa áhrif á framtíð hringrásar í byggingariðnaðinum, taktu þátt í viðburði í Grósku (Fenjamýri) þann 28. febrúar kl 13.00 - 15.30. Öll velkomin en skráning á viðburðinn fer fram hér
26. febrúar 2024

Arkitektúr sem afl í kennslu

Fimmtudaginn 29. febrúar verður haldið í Norræna húsinu erindið Arkitektúr sem afl í kennslu þar sem arkitektarnir Guja Dögg Hauksdóttir og Pihla Meskanen, sem einnig er menntaður uppeldisfræðingur, miðla reynslu sinni og þekkingu.
26. febrúar 2024

Nordic Office of Architecture hlýtur fyrstu verðlaun í samkeppni um nýja stúdentagarða á Akureyri

Arkitektastofan Nordic Office of Architecture hlýtur fyrstu verðlaun í samkeppni um hönnun á nýjum stúdentagörðum fyrir Félagsstofnun stúdenta Akureyri (FÉSTA).
22. febrúar 2024

Opið kall - Sýning í Fyrirbæri á HönnunarMars

Gallerí Fyrirbæri, sem er multi komplex skapandi einstaklinga í miðbæ Reykjavíkur, stendur fyrir opnu kalli fyrir sýninguna ANARKIST ~ FAGURFRÆÐI.
22. febrúar 2024

Jarðsetning tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Bókin Jarðsetn­ing eft­ir Önnu Maríu Boga­dótt­ur, arkitekt til­nefnd­ til Bók­mennta­verðlauna Norður­landaráðs 2024 fyr­ir Íslands hönd ásamt bókinni Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur. Verðlaun­in verða af­hent við hátíðlega at­höfn í Reykja­vík í haust í tengsl­um við 76. þing Norður­landaráðs.
22. febrúar 2024

Sótt um 384 milljónir í Hönnunarsjóð

Lokað var fyrir umsóknir Hönnunarsjóð í gær en um er að fyrri úthlutun ársins 2024. Alls bárust 121 umsókn í almenna styrki upp á tæpar 371 milljónir og 21 umsókn um ferðastyrki upp á tæpar 14 milljónir.
22. febrúar 2024

Opið kall - FLEY, samsýning nýútskrifaðra og upprennandi hönnuða

Félag vöru-og iðnhönnuða stendur nú fyrir opnu kalli á verkum fyrir sýninguna FLEY sem haldin verður í fyrsta skipti á HönnunarMars í apríl. FLEY er samsýning nýútskrifaðra og upprennandi hönnuða!
21. febrúar 2024

,,Ótrúlega gefandi starf með frábæru fólki"

Vilt þú taka þátt í að skipuleggja viðburði hjá Arkitektafélaginu? Arkitektafélag Íslands leitar að öflugum einstaklingum til taka þátt í starfi dagskrárnefndar fyrir árið 2024. Dagskrárnefnd vinnur náið með framkvæmdastjóra félagsins og skipuleggur m.a. þriðjudagsfyrirlestra félagsins sem haldnir eru einu sinni í mánuði ásamt öðrum uppákomum og viðburðum.
13. febrúar 2024

Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2024 snúast um sjálfbæra byggingarstarfsemi

Í ár rennur verðlaunafé umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs, sem nemur 300 þúsundum danskra króna, til aðila á Norðurlöndum sem lagt hefur eitthvað sérstakt að mörkum til þess að stuðla að sjálfbærni í byggingariðnaði. Fram til 30. apríl getur almenningur sent inn tillögur að tilnefningum til verðlaunanna.
13. febrúar 2024

Basalt arkitektar hljóta Steinsteypuverðlaunin í fjórða sinn

Basalt arkitektar hlutu Steinsteypuverðlaunin í fjórða sinn 2. febrúar síðastliðinn en verðlaunin í ár hlutu þau fyrir sjóböðin GeoSea á Húsavík. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Steinsteypudeginum 2024 á Grand Hótel.
12. febrúar 2024

HönnunarMars 2024 - Þar sem kaos er norm og jafnvægi list

Á hátíðinni í ár er ástand heimsins speglað í sirkusnum. Snúum öllu á hvolf með gleði, forvitni og hugrekki! Hönnuðir, arkitektar og skapandi hugsuðir þenja mörk hins mögulega með spennandi sýningum, viðburðum, vinnustofum, leiðsögnum og opnunum um allan bæ á HönnunarMars 2024 dagana 24. - 28. apríl.
8. febrúar 2024

ARKÍS arkitektar leita að arkitektum og byggingarfræðingum vegna aukinna verkefna

Vegna aukinna verkefna leita ARKÍS arkitektar að arkitektum og byggingafræðingum til þess að verða hluti af þverfaglegu teymi stofunnar.
8. febrúar 2024

Sýningin Wasteland opnar í Norræna húsinu

Hvernig getum við lágmarkað myndun úrgangs og umframefna á Íslandi og getum við nýtt þau verðmætu efni sem falla til hér á landi betur í staðbundnum verkefnum innan byggingariðnaðarins? Sýningin Wasteland eftir dansk- íslenska nýsköpunar- og arkitektastofuna Lendager opnar í Norræna húsinu laugardaginn 10. febrúar.
6. febrúar 2024

Opið fyrir umsóknir til alþjóðlegs meistaranáms í Listaháskóla Íslands.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir til alþjóðlegs meistaranáms í Listaháskóla Íslands. Skólinn býður upp á tvær námsleiðir í alþjóðlegu meistaranámi í hönnun og  arkitektúr.  Umsóknarfrestur er til og með 8. mars.
6. febrúar 2024

Vilt þú taka þátt í nefndarstörfum fyrir Arkitektafélag Íslands?

Aðalfundur Arkitektafélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 21. febrúar nk.. Á aðalfundi er m.a. kosið um setu í stjórn og nefndum fyrir félagið.
2. febrúar 2024

Námskeið fyrir hönnuði og arkitekta hjá Endurmenntun Háskóla Íslands

Félögum í fagfélögum Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs býðst 20% afsláttur af tveimur námskeiðum á vormisseri hjá Endurmenntun HÍ. Um er að ræða námskeið í öllum námskeiðsflokkum, að undanskildum námskeiðum með erlendum sérfræðingum og námskeiðum sem tilheyra lengra námi.
1. febrúar 2024

Námskeið fyrir arkitekta hjá Endurmenntun Háskóla Íslands

Félagsfólki Arkitektafélags Íslands býðst 20% afsláttur af tveimur námskeiðum á vormisseri hjá Endurmenntun HÍ. Um er að ræða námskeið í öllum námskeiðsflokkum, að undanskildum námskeiðum með erlendum sérfræðingum og námskeiðum sem tilheyra lengra námi.
31. janúar 2024

Þriðjudagsfyrirlestur AÍ: Roger Mullin og Performatívar prótótýpur

Kanadíski arkitektinn Roger Mullin heldur þriðjudagsfyrirlestur AÍ, Performatívar prótótýpur, þar sem hann skoðar hönnun í ófyrirsjáanlegu umhverfi. Fyrirlesturinn fer fram þriðjdaginn 6. febrúar kl. 17.00 í Fenjamýri, Grósku-Vatnsmýri.
31. janúar 2024