
Vertu með á HönnunarMars 2026!
Hátíðin er ykkar staður, ykkar stund. Tækifæri til að líta upp úr amstrinu og láta villtustu hugmyndirnar verða að veruleika. Hvað liggur þér á hjarta?
27. október 2025

Tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands 2025
Hönnunarverðlaun Íslands varpa ljósi á mikilvægi og gæði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi með áherslu á áhrif þeirra á lífsgæði, verðmætasköpun og sjálfbærni fyrir samfélagið allt.
24. október 2025

Árangursrík kynning á íslenskri hönnun og arkitektúr í Japan
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs tók nýlega þátt í sameiginlegum norrænum viðburði í Japan þar sem norræn hönnun og arkitektúr voru kynnt með áherslu á baðmenningu í samstarfi við Íslandsstofu og Sendiráð Íslands í Japan. Viðburðurinn var skipulagður í samstarfi við systurstofnanir Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs á Norðurlöndunum og var hluti af dagskrá Norðurlandanna á heimssýningunni Expo 2025 Osaka.
24. október 2025

Fischersund tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2025
Fischersund talar til allra skilningarvita í gegnum ilm, tónlist og myndlist. Frá stofnun Fischersunds hefur skynheimurinn stækkað og styrkst um leið og verkum og vörum hefur fjölgað. Fischersund er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2025 í flokknum verk.
23. október 2025

Dýpi tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2025
Dýpi er málning sem gerð er úr kalkþörungum úr Arnarfirði á Vestfjöðum. Málningin, sem er umhverfisvæn, plastlaus og andar einstaklega vel, er þróuð af Sirrý Ágústsdóttur frumkvöðli og Árnýju Þórarinsdóttur arkitekt. Dýpi er tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2025 í flokknum verk.
23. október 2025

Kynning og umræður um nýja bók Trausta Valssonar
Kynning og umræður um nýja bók Trausta Valssonar: "List og Hönnun" verður í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, laugardaginn 25. október kl. 16.
23. október 2025

Lavaforming tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2025
Lavaforming er framsækin rannsókn og sýn s.ap arkitekta þar sem ógnvekjandi náttúruöflum er breytt í verðmæt og sjálfbær byggingarefni. Lavaforming er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2025 í flokknum verk.
23. október 2025

Stöng - (Endur)túlkun er tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2025
Stöng - (Endur)túlkun er hönnun og yfirbygging yfir uppgröft fornminja frá landnámstíð í Þjórsárdal eftir SP(R)INT STUDIO. Stöng - (Endur)túlkun er tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2025 í flokknum staður.
22. október 2025

Elliðaárstöð tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2025
Elliðaárstöð er nýr áfangastaður með ólíkum rýmum og fjölbreytilegri upplifun í Elliðaárdal, hönnuð af Tertu þverfaglegu hönnunarteymi í samstarfi við Orkuveituna. Elliðaárstöð er tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2025 í flokknum staður.
22. október 2025
Félagsbústaðir á Sjómannaskólareit tilnefndir til Hönnunarverðlauna Íslands 2025
Félagsbústaðir á Sjómannaskólareit eftir s.ap arkitekta er einstakt verk í íslenskri mannvirkjagerð þar sem félagslegt hlutverk, fagurfræði og metnaðarfull sjálfbærni eru ofin saman í heildstæða hönnun. Félagsbústaðir eru tilnefndir til Hönnunarverðlauna Íslands 2025 í flokknum staður.
22. október 2025

FÉ tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2025
FÉ er haust- og vetrarlína RANRA 2025, eftir Arnar Má Jónsson og Luke Stevens. FÉ er fatalína þar sem íslensk ull gegnir lykilhlutverki og handverk og nýsköpun mætast í nýjum efnum og fjölbreyttri efnisnotkun. FÉ fatalína er tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2025 í flokknum vara.
21. október 2025

Elja tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2025
Elja er fjallahjól hannað og framleitt af Lauf Cycles. Elja er fulldempað fjallahjól sem sameinar með einstökum hætti eiginleika fjalla-, keppnis- og borgarhjóls. Elja er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2025 í flokknum vara.
21. október 2025

Oase tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2025
Oase eru vatnsílát hönnuð af Johanna Seelemann vöruhönnuði fyrir MAKK safnið í Köln en form ílátanna, sem eru úr terracotta leir, eru sótt til eldsneytistanka. Oase vatnsílátin eru tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2025 í flokknum vara.
21. október 2025

Gunnar Hansson: Arkitektinn og verk hans
Gunnar Hansson (1925 – 1989) var einn af þeim arkitektum sem ruddi nýjum áherslum leið inn í húsbyggingar og hverfisskipulag hérlendis. Hafa nokkur verka hans verið valin í úrvalsflokk þess sem hæst ber í íslenskum arkitektúr á seinni hluta 20. aldar.
20. október 2025

Íslensk hönnun lýsir upp borgina
Íslensk hönnun lýsir upp höfuðborgarsvæðið fimmta árið í röð vikuna 16. - 22. október þar sem nýstárleg, fjölbreytt og litrík íslensk hönnun birtist og tekur yfir ljósaskilti í heila viku.
17. október 2025

Daydreaming og Birkihátalarar fá hæstu styrki Hönnunarsjóðs
28 fjölbreytt verkefni á sviði hönnunar og arkitektúrs hlutu styrki Hönnunarsjóðs í seinni úthlutun ársins sem fór fram í Grósku þar sem rúmlega 34 milljónum var úthlutað.
16. október 2025
Opnun sýningarinnar Scenes in Icelandic Deserta eftir arkitektana Joyce Hsiang og Bimal Mendis
Plan B og Slökkvistöðin býður ykkur á opnun sýningarinnar Scenes in Icelandic Deserta eftir arkitektana Joyce Hsiang og Bimal Mendis sunnudaginn 19. október klukkan 14:00.
15. október 2025

Sýning norræna skálans fær önnur verðlaun
Sýning norræna skálans á heimssýningunni EXPO 2025 í Osaka var nýlega verðlaunuð sem besta heildarsýning og -upplifun á Iconic verðlaununum sem veitt eru árlega í Þýskalandi. Þetta eru önnur verðlaun sem sýningin hlýtur í haust. Íslenska hönnunarstofan Gagarín, ásamt dönsku hönnunarstofunni Kvorning og norsk-íslensku arkitektastofunni Rintala Eggertsson, hönnuðu sýninguna í skálanum.
15. október 2025

Ert þú nemi í arkitektúr / landslagsarkitektúr og vilt taka þátt í spennandi vinnustofu í Tallinn í lok nóvember?
Í tilefni þess að á næsta ári eru 35 ár síðan Ísland var fyrst þjóða til að viðurkenna sjálfstæði Lýðveldisins Eistlands ætlar Skipulagssvið Tallinn-borga að efna til nemendasamkeppni um tímabundið hönnunarinngrip á "Íslandstorginu" í Tallinn.
15. október 2025

Fyrirlestur Lyndon Neri og Rossana Hu - Total design
THG arkitektar í samvinnu við Listaháskóla Íslands og Arkitektafélag Íslands boða til viðburðar í húsnæði Listaháskólans í Stakkahlíð 1 þann 23. október í tilefni 30 ára afmælis THG.
14. október 2025
