
Samsýning, fyrirlestrar, hönnunar Pubquiz og klúðurkvöld meðal þess sem er á fjölbreyttri dagskrá Hönnunarþings á Húsavík
Dagana 28. - 30. september fer fram í fyrsta sinn Hönnunarþing, hátíð vöruhönnunar á Húsavík og nágrenni. Þar gefst almenningi kostur á að kynna sér fag hönnuðarins og áhersla lögð á mikilvægi vöruhönnunar í samfélaginu og hvernig hún hefur mótað okkar daglega líf.
19. september 2023

Hverjir skipa dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2023?
Ný dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands árið 2023 er tekin til starfa og er skipuð átta vel völdum einstaklingum sem eru fulltrúar ólíkra faghópa innan hönnunar og arkitektúrs.
18. september 2023

Tatiana Bilbao til landsins í tilefni af 20 ára afmæli arkitektúrdeildar LHÍ
Arkitektafélag Íslands og LHÍ fagna þeim tímamótum að arkitektúrdeild LHÍ hefur verið starfrækt í tuttugu ár og í vor útskrifuðust fyrstu meistarasnemarnir í arkitektúr á Íslandi. Að því tilefni hefur AÍ og LHÍ boðið til landsins hinum þekkta arkitekt, Tatiönu Bilbao, sem í byrjun október mun halda vikulanga vinnustofu fyrir nemendur við arkitektúrdeild LHÍ. Reykjavíkurborg tekur þátt í þessum fögnuði og býður fagsamfélaginu upp á opinn fyrirlestur.
18. september 2023

Hefur þú skoðun á byggingarreglugerðinni? Hvað er það sem þú vilt bæta? Breyta? Láta standa óbreytt?
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, skipaði stýrihóp um breytingar á byggingarreglugerð fyrr í sumar. Til þess að vinna við breytingar á byggingarreglugerð skili sem mestum og bestum árangri er mikilvægt að öll þau sem vinna með reglugerðina dagsdaglega geti komið athugasemdum sínum á framfæri til baklandsins.
15. september 2023

Málþing um gervigreind og höfundarétt
Þann 29. september fer fram málþing um gervigreind og höfundarétt á vegum STEF, Myndstef, Rithöfundasambandið, Hagþenkir, Blaðamannafélagið, Félag leikstjóra á Íslandi, Samtök kvikmyndaleikstjóra, Félag kvikmyndagerðarmanna, Félag leikskálda og handritshöfunda, Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst.
15. september 2023

Fundur fólksins á laugardaginn: Húsnæðisstefna í þágu allra – hvernig tryggjum við jafnari tækifæri?
Hvernig gengur ríkisstjórn og sveitarfélögum að uppfylla eigin markmið um húsnæði á viðráðanlegu verði? Hvaða úrræði eru í boði og hvaða árangri skila þau? Þarf að endurhugsa kerfið svo að tryggja megi jöfnuð? Laugardaginn 16. september verða húsnæðismál og húsnæðisstefnur lykilatriði í viðburði á vegum Fundi Fólksins. Viðburðurinn fer fram í Norræna húsinu og hefst kl. 12.00.
12. september 2023

Fundur fólksins á laugardaginn: New Nordic Bauhaus – How will we live and build in a carbon neutral world?
Laugardaginn 16. september kl. 13.00 býður Fundur fólksins upp á viðburðinn Nýja norræna Bauhaus hreyfinging-Hvernig viljum við lifa og byggja í kolefnahlutlausum heimi? (e. New Nordic Bauhaus – How will we live and build in a carbon neutral world?). Þátttakendur verða Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt og meðeigandi í Lendager Group; Halla Helgadóttir frkv.stj. Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, Anna María Bogadóttir arkitekt og rithöfundur, Björn Karlsson, prófessor og ráðgjafi hjá innviðaráðuneytinu.
12. september 2023

Áskoranir og nýjungar í loftræstingu-Málstofa þriðjudaginn 19. september
Góð loftræsing mannvirkja er órjúfanlegur hluti heilnæmis, orkunotkunar og endingar mannvirkja. HMS býður á málstofu þriðjudaginn 19. september n.k. kl. 14:00 í Borgartúni 21 þar sem loftræsting verður í aðalhlutverki.
11. september 2023

"House a colleague"- Vilt þú kynnast arkitektum og arkitektasagnfræðingum víðsvegar að?
Ert þú með auka herbergi? Svefnsófa? Vilt kynnast nýju fólki í sama geira og þú? Listaháskóli Ísland í samvinnu við Arkitektafélag Íslands óskar eftir arkitektum til að hýsa gesti ráðstefnunnar The Third Ecologie sem fram fram hér á landi 11.-13. október á þessu ári. Alls er búist við 150 gestum víðsvegar að.
7. september 2023

Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt hlaut viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf í mannvirkjagerð
Arnhildur Pálmadóttir arkitekt hlaut í gær viðurkenningu sem frumkvöðull í mannvirkjagerð á húsnæðisþingi en það var Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, sem færði Arnhildi viðurkenninguna. Þetta er í fyrsta sinn sem viðurkenning af þessu tagi er veitt fyrir frumkvöðlastarf í mannvirkjagerð í tengslum við húsnæðisþing.
31. ágúst 2023

Námskeið fyrir matsmenn – 21. og 22. nóvember 2023
Lögmannafélag Íslands og dómstólasýslan standa fyrir námskeiði fyrir dómkvadda matsmenn í nóvember. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa verið matsmenn eða vilja gefa kost á sér sem matsmenn fyrir dómi á sínu sérsviði, s.s. iðnaðarmönnum, tæknifræðingum, verkfræðingum, arkitektum, læknum, lögfræðingum, sálfræðingum, viðskiptafræðingum og endurskoðendum.
30. ágúst 2023

Arkitektinn Charles Durett og Kjarnasamfélög (cohousing) á fyrsta þriðjudagsfyrirlestri vetrarins
Charles Durrett er arkitekt, höfundur og talsmaður fyrir hagkvæm, félagslega ábyrga og sjálfbærar hönnun og hefur verið leiðandi í umræðu og uppbyggingu um kjarnasamfélög í Bandaríkjunum.
30. ágúst 2023

Hringrásarhagkerfi í landslagsarkitektúr -vinnustofa og málþing
Þann 5. september næstkomandi mun hinn danski Jakob Sandell frá Schønherr halda fyrirlestur og leiða vinnustofu um Hringrásarhagkerfi í Landslagsarkitektúr á Hvanneyri. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að veita grundvallarþekkingu á hringrásarhagkerfi í landslagsarkitekúr. Viðburðurinn er samvinnuverkefni FÍLA, Landbúnaðarháskólans og Grænnar Byggðar. Viðburðurinn er ókeypis og opinn öllum en það þarf að skrá sig fyrir 31. ágúst.
29. ágúst 2023

Opið fyrir umsóknir um sýningarhald í Ásmundarsal 2024
Ásmundarsalur kallar eftir umsóknum fyrir sýningarárið 2024, þar sem leitað er eftir umsóknum fyrir 4 - 6 vikna einkasýningar og samsýningar í 72 fm sýningasal á 2.hæð. Einnig er kallað eftir sýningum á kaffihúsið á fyrstu hæð og 4 - 8 vikna vinnustofum í Gunnfríðargryfju. Umsóknarfrestur er til og með 8. september.
29. ágúst 2023

CIRCON ráðstefna. Hringrás í byggingariðnaði: erum við tilbúin í stökkið?
Grænni byggð stendur fyrir ráðstefnu í Laugardalshöll föstudaginn 1. september frá kl. 09:30 - 16:00 (streymi frá 10:00 - 15:10). Ráðstefnan er hluti af Iðnaðarsýningunni, og samstarf með Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til að samtvinna ráðstefnuna við sýningu, þar sem styrkþegar úr Aski - mannvirkjarannsóknarsjóði verða í forgunni. Á ráðstefnunni verður hagnýtri reynslu miðlað um hringrásarhagkerfið í byggingariðnaði og helstu hindranir verða ræddar .
29. ágúst 2023

Iðnaðarsýning 31. ágúst-2. september
Iðnaðarsýningni 2023 verður haldin í Laugardalshöll 31. ágúst -2. september 2023. Helstu svið sýningarinnar í ár eru mannvirki, orka, innviðir, hönnun og vistvænar lausnir. HMS býður öllum félagsmönnum AÍ á iðnaðarsýninguna og verður boðskortið sent í fréttabréfi til þeirra.
28. ágúst 2023

Málþingið Náttúra og hönnun
Fimmtudaginn 17. ágúst nk. mun FÍLA standa að hálfs dags málþingi sem ber yfirskriftinaNáttúra og hönnun - Hvernig fær náttúran aukinn sess í mannvirkjagerð? Frítt er inn á málþingið sem fer fram í Grósku. Öll velkomin.
14. ágúst 2023

Sumarlokun skrifstofu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs
Skrifstofa Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs lokar vegna sumarleyfa frá 17. júlí en opnar aftur þriðjudaginn 8. ágúst.
14. júlí 2023

Sumarlokun skrifstofu Arkitektafélags Íslands
Skrifstofa Arkitektafélags Íslands verður lokuð vegna sumarleyfa 17. júlí til 9. ágúst.
11. júlí 2023