Arkitektafélag Íslands

Arkitektafélag Íslands starfar í þeim tilgangi að stuðla að góðum arkitektúr í landinu, efla samvinnu félagsmanna og standa vörð um hagsmuni þeirra. Hægt er að hafa samband við félagið með því að senda tölvupóst á netfangið ai@ai.is

Kjaradeild AÍ lögð niður

Á síðasta aðalfundi AÍ var samþykkt að leggja niður kjaradeild AÍ. Þann 1. desember 2023 mun AÍ því hætta að vera eitt af aðildarfélögum BHM. Þeir félagsmenn sem átt hafa aðild að kjaradeild AÍ, þ.e. greitt í BHM gegnum AÍ, þurfa því að velja sér annað stéttarfélag.
29. mars 2023

DesignTalks 2023 - Michael Hendrix, alþjóðlegur hönnunarstjóri og meðeigandi IDEO

Michael Hendrix, alþjóðlegur hönnunarstjóri og meðeigandi IDEO, kemur fram á DesignTalks 3. maí í Hörpu. DesignTalks ráðstefnan hefur öðlast fastan sess hérlendis og er vel þekkt alþjóðlega sem mikilvægur vettvangur innblásturs og samtals um helstu þróun og breytingar sem drifnar eru áfram með aðferðum hönnunar og arkitektúrs. 
28. mars 2023

Hönnunar- og hugmyndasamkeppni um nýjar vörur hannaðar úr íslensku tvídi

Kormákur & Skjöldur í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs standa fyrir opinni hugmyndasamkeppni um hönnun nýrra vara, fatnaðar eða nytjahluta úr íslenska tvídinu. Sigurvegari hlýtur 500.000 kr. í verðlaun og verður tilkynntur á HönnunarMars 2023. 
27. mars 2023

DesignTalks 2023 - Pavel Vrzheshch, stofnandi og listrænn stjórnandi úkraínsku auglýsingastofunnar Banda

Pavel Vrzheshch, stofnandi og listrænn stjórnandi úkraínsku auglýsingastofunnar Banda, kemur fram á DesignTalks 3. maí í Hörpu. DesignTalks ráðstefnan hefur öðlast fastan sess hérlendis og er vel þekkt alþjóðlega sem mikilvægur vettvangur innblásturs og samtals um helstu þróun og breytingar sem drifnar eru áfram með aðferðum hönnunar og arkitektúrs. 
23. mars 2023

Að verða heimsborgar arkitekt: Hugleiðingar um menntun arkitekta

Mánudaginn 27. mars kl. 20.00 verður arkitektúr og kennsla í forgrunni í fyrirlestri á vegum AÍ.
23. mars 2023

DesignTalks 2023 - Sigríður Sunna Reynisdóttir, stofnandi og listrænn stjórnandi ÞYKJÓ

Sigríður Sunna Reynisdóttir, stofnandi og listrænn stjórnandi ÞYKJÓ, kemur fram á DesignTalks 2023 í Hörpu miðvikudaginn 3. maí. DesignTalks ráðstefnan hefur öðlast fastan sess hérlendis og er vel þekkt alþjóðlega sem mikilvægur vettvangur innblásturs og samtals um helstu þróun og breytingar sem drifnar eru áfram með aðferðum hönnunar og arkitektúrs. 
21. mars 2023

Opið kall - Handverk á HönnunarMars 2023

Félag vöru- og iðnhönnuða hvetur alla til að senda inn hugmyndir fyrir sýninguna Handverk sem verður á HönnunarMars, dagana 3. - 7. maí. Opið er fyrir umsóknir til og með 30. mars.
20. mars 2023

Fimm teymi taka þátt í samkeppni um nýtt regluheimili Oddfellowreglunnar í Urriðaholti

Alls bárust 13 umsóknir í forval til að hanna nýtt regluheimili Oddfellowreglunnar í Urriðaholti.
17. mars 2023

Sýningaropnun með opnunarfyrirlestri frá Jan De Vylder - Öll velkomin!

Föstudaginn 24. mars kl. 19.00 munu nemendur í arkitektúrdeild LHÍ og nemendur við arkitektúrdeild tækniháskólans í Zürich halda sýningaropnun á innsetningum úr endurunnu efni.
16. mars 2023

Fjölnota ljósatré og hönnun fyrir fólk með stuðningsþarfir hljóta hæstu styrki Hönnunarsjóðs

Fyrri úthlutun ársins hjá Hönnunarsjóði fór fram í Grósku þann 14. mars þar sem 21 fjölbreytt verkefni á sviði hönnunar og arkitektúrs hlutu almenna styrki og 15 ferðastyrkir voru veittir. 37 milljónir voru til úthlutunar. 
15. mars 2023

DesignTalks 2023 - Peter Veenstra, landslagsarkitekt og einn stofnandi LOLA Landscape Architects

Peter Veenstra, landslagsarkitekt og einn stofnandi LOLA Landscape Architects, kemur fram á DesignTalks 2023 í Hörpu miðvikudaginn 3. maí. DesignTalks ráðstefnan hefur öðlast fastan sess hérlendis og er vel þekkt alþjóðlega sem mikilvægur vettvangur innblásturs og samtals um helstu þróun og breytingar sem drifnar eru áfram með aðferðum hönnunar og arkitektúrs. 
13. mars 2023

Stúdíó 17 – hönnunarstofa býður til leigu skrifborð

Stúdíó 17 – hönnunarstofa býður til leigu skrifborð í bæði opnum og aflokuðum skrifstofurýmum með glæsilegu útsýni á 2. hæð í endurgerðri skrifstofu að Stórhöfða 17 við Gullinbrú í Reykjavík
13. mars 2023
Staðsetning nýs Regluheimilis er merkt með rauðu á korti.

Vilt þú hanna nýtt kennileiti í Urriðaholti? Oddfellowreglan efnir til samkeppni um nýtt Regluheimili

Þróunarsjóður Oddfellowreglunnar í samstarfi við Arkitektafélag Íslands efnir til samkeppni um nýtt 3000 m2 regluheimili í Urriðaholti, Garðabæ. Regluheimilið verður staðsett á svokallaðri ,,kennileitislóð“ á holtinu þar sem sem fyrirhuguð bygging verður sýnilega víða að.
9. mars 2023

ÚRSKURÐUR SIÐANEFNDAR

Siðnefnd félagsins bárust tvö erindi á síðasta ári. Í öðru þeirra var lögð fram kæra og er hér hægt að nálgast upplýsingar um málsatvik og úrskurð siðanefndar.
6. mars 2023

Skapalón tilnefnt til Eddunnar

Skapalón, þættir um hönnun og arkitektúr fyrir ungt fólk, hljóta tilnefningu til Eddunnar sem menningarefni ársins 2023. Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og List fyrir alla hlutu styrk úr Barnamenningarsjóði og fengu RÚV og 101 Production til liðs við sig við framleiðslu þáttanna sem voru sýndir á RÚV vorið 2022 og eru aðgengilegir hér.
3. mars 2023

Aðalfundur Arkitektafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 28. febrúar

Þriðjudaginn 28. febrúar verður aðalfundur Arkitektafélags Íslands haldinn og hefst hann kl. 17.15. Fundurinn verður haldinn í Grósku, í salnum Fenjamýri á jarðhæð, gegnt Veru-mathöll. Aðalfundi verður einnig streymt fyrir þá sem eiga ekki heimangengt. Fundurinn hafði áður verið auglýstur 15. febrúar.
28. febrúar 2023

DesignTalks 2023 - Natsai Audrey Chieza, stofnandi og framkvæmdarstjóri Faber Futures

Natsai Audrey Chieza, stofnandi og framkvæmdarstjóri Faber Futures, kemur fram á DesignTalks 2023 í Hörpu miðvikudaginn 3. maí. DesignTalks ráðstefnan hefur öðlast fastan sess hérlendis og er vel þekkt alþjóðlega sem mikilvægur vettvangur innblásturs og samtals um helstu þróun og breytingar sem drifnar eru áfram með aðferðum hönnunar og arkitektúrs. 
28. febrúar 2023