Arkitektafélag Íslands

Arkitektafélag Íslands starfar í þeim tilgangi að stuðla að góðum arkitektúr í landinu, efla samvinnu félagsmanna og standa vörð um hagsmuni þeirra. Hægt er að hafa samband við félagið með því að senda tölvupóst á netfangið ai@ai.is

Samkeppni um byggingu stúdentagarða - Myndir í betri upplausn

Myndir af Klettaborg og Borgarbraut eru nú komnar inn á vefinn okkar í betri upplausn (34,2MB). Skil í samkeppnina eru fimmtudaginn 25. janúar 2024.
23. janúar 2024

Óskað eftir abstrakt - Norræna skipulagsráðstefnan PLANNORD

Norræna ráðstefnan PLANNORD verður haldin í Reykjavík 21. - 23. ágúst á þessu ári. Ráðstefnan er nú haldin í ellefta sinn og fer hún fram á Hótel Natura í Reykjavík. Ráðstefnan er einstakt tækifæri til að fylgjast með umfjöllun um skipulagsmál í norrænu samhengi, rannsóknir á sviðinu, tækifæri og áskoranir.
15. janúar 2024

Myndbönd - Samkeppni um byggingu stúdentagarða fyrir Félagsstofnun stúdenta Akureyri

Myndbönd af samkeppnissvæði eru aðgengileg í samkeppni um byggingu stúdentagarða fyrir Félagsstofnun stúdenta-Akureyri.
12. janúar 2024

Fjöldi umsókna barst um þátttöku á HönnunarMars 2024

Búið er að loka fyrir umsóknir um þátttöku á HönnunarMars 2024 og bárust fjöldi forvitnilega og fjölbreyttra umsókna í ár. Líkt og fyrri ár verða yfir 100 sýningar á dagskrá sem breiða úr sér á helstu sýningarsvæðum hátíðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Nú hefst vinna faghóps hátíðarinnar að rýna umsóknir og teymi HönnunarMars við undirbúning á hátíðinni.
12. janúar 2024

TEIKNA - Teiknistofa arkitekta leita að arkitekt og/eða byggingafræðing til að ganga til liðs við stofuna

TEIKNA - Teiknistofa arkitekta leita að arkitekt og/eða byggingafræðing til að ganga til liðs við stofuna í fullt starf eða hlutastarf.
9. janúar 2024

Jón Kristinsson, arkitekt, hlýtur riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu

Jón Kristinsson arkitekt, hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu 1. janúar síðastliðinn fyrir frumkvöðlastarf í vistvænni húsagerðarlist á alþjóðavettvangi.
3. janúar 2024

Árið 2023 hjá Arkitektafélagi Íslands

Árið 2023 var viðburðaríkt og skemmtilegt að venju. Hér verður stiklað á því sem bar hæst á góma á árinu.
29. desember 2023

Áramótahattar með hattagerðarmeisturum

Hattagerðarmeistararnir Anna Gulla og Harper bjóða upp smiðju í gerð áramótahatta í Hönnunarsafni Íslands þann 30. desember.
27. desember 2023
PiparDvergurinn-KRADS+TRÍPÓLÍ

Hátíðarkveðjur frá Arkitektafélagi Íslands

Arkitektafélag Íslands óskar félagsmönnum og samstarfsaðilum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þakkar gott samstarf á árinu sem er að líða.
24. desember 2023

Árið 2023 í hönnun og arkitektúr

Árið sem er að líða hefur verið ansi viðburðaríkt hjá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs. 2023 byrjaði með krafti sem gaf svo sannarlega tóninn fyrir ár fullt af fjölbreyttum verkefnum og viðburðum á hinum ýmsu sviðum.
21. desember 2023

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sendir hugheilar hátíðarkveðjur og með ósk um gleðileg jól og farsældar á nýju ári. Við þökkum vinum, velunnurum og öllu okkar góða og fjölbreytta samstarfsfólki innilega fyrir viðburðarríkt ár.
20. desember 2023

Umsóknarfrestur á HönnunarMars 2024 til 10. janúar

Opið er fyrir umsóknir um þátttöku á HönnunarMars 2024 sem fer fram dagana 24. - 28. apríl. Umsóknarfrestur til 10. janúar. Dagskráin er farin að taka á sig spennandi og fjölbreytta mynd, en margar umsóknir bárust í snemmskráningu í haust. Það er því hægt að byrja að telja niður í hátíð með hækkandi sól.
15. desember 2023

Framlengdur skilafrestur - Samkeppni um nýjan leik - og grunnskóla í Vogabyggð

Skilafrestur tillagna á 2. þrepi er 9. janúar 2024.
12. desember 2023
Pipardvergur, KRADS+TRÍPÓLÍ

Bóka-og aðventugleði Arkitektafélags Íslands

Bóka-og aðventugleði Arkitektafélags Íslands verður haldin þriðjudaginn 12. desember kl. 20.00 í Fenjamýri, Grósku. Við munum eigum huggulega kvöldstund saman með fjórum höfundum sem kynna bækur sína sem allar snúa með einum eða öðrum hætti að arkitektúr.
11. desember 2023

Hönnun margmiðlunarsýningar á World Expo í Japan

Opnað hefur verið fyrir tilboð í hönnun margmiðlunarsýningar á Heimssýningunni í Osaka árið 2025 á útboðsvef Evrópusambandsins. Heimssýningin (e. World Expo) fer fram í Osaka í Japan 13. apríl – 13. október 2025. Búist er við að um 28 milljón manns heimsæki sýninguna á því tímabili.
8. desember 2023

Fjölbreyttir hönnunartengdir viðburðir framundan

Önnur helgi í aðventu er framundan með fjölda viðburða fyrir öll. Hér er yfirlit yfir hönnunartengda viðburðadagskrá helgarinnar. Góða skemmtun.
8. desember 2023

Vöndum valið - íslensk hönnun fyrir jólin

Nú líður senn að jólum og á þessum tíma árs er tilvalið að kynna sér þá fjölbreytni og grósku sem er að eiga sér stað í íslenskri hönnun. Hér á heimasíðu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs er að finna aðgengilegt yfirlit yfir verslanir sem selja íslenska hönnunarvöru, bæði búðir sem selja vörur frá ólíkum hönnuðum, hönnuðir sem eru að selja sjálfir sem og netverslanir.
6. desember 2023

Straumar frá Bretlandseyjum-Ný prentun

Bókin Straumar frá Bretlandseyjum, sem kom út í desember 2021, fékk góðar móttökur og hefur selst upp. Hún hefur nú verið endurprentuð að viðbættum umsögnum fræðimanna. Höfundar bókarinnar eru arkitektarnir Hjördís Sigurgísladóttur og Dennis Davíð Jóhannesson og er hún afrakstur byggingarsögulegs rannsóknarverkefnis þeirra.
5. desember 2023

11 hönnuðir hljóta listamannalaun 2024

Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum og úthlutuðu 50 mánuðum til 11 hönnuða. Alls bárust 49 umsóknir og sótt um 384 mánuði. Anita Hirlekar, Anna María Bogadóttir og Jón Helgi Hólmgeirsson eru meðal þeirra hönnuða sem hljóta starfslaun hönnuða árið 2024.
5. desember 2023

Hátíð í bæ hjá hönnuðum um helgina

Nú er desember genginn í garð í allri sinni dýrð og aðventan framundan með fjölda viðburða fyrir öll. Nú um helgina fara fram ýmsir hönnunartengdir viðburðir sem vert er að gefa gaum. Hér er yfirlit yfir hönnunartengda viðburðadagskrá helgarinnar.
1. desember 2023