Arkitektafélag Íslands

Arkitektafélag Íslands starfar í þeim tilgangi að stuðla að góðri byggingarlist í landinu, efla samvinnu félagsmanna og standa vörð um hagsmuni þeirra. Hægt er að hafa samband við félagið með því að senda tölvupóst á netfangið ai@ai.is

Opið fyrir umsóknir í Ask -mannvirkjarannsóknarsjóð

Viltu auka þekkingu, gæði og nýsköpun á sviði mannvirkjagerðar?
12. október 2022

Samkeppni um nýja grunnsýningu um hafið - forval fyrir hönnunarsamkeppni um sýningu Náttúruminjasafns Íslands

Náttúruminjasafn Íslands í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og Ríkiskaup efnir til hönnunarsamkeppni um nýja grunnsýningu fyrir safnið í Náttúruhúsi í Nesi, nýju húsnæði safnsins við Safntröð á Seltjarnarnesi. Samkeppnin er hönnunar- og framkvæmdasamkeppni með forvali.
10. október 2022

Fundur samkeppnisnefnda Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna

Árlegur fundur samkeppnisnefnda Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna var haldinn 22.-23. september síðastliðinn hér á landi.
7. október 2022

Hvaða verk vilt þú tilnefna? Evrópsku menningararfsverðlaunin- Europa Nostra Awards 2023

Tekið er á móti tillögum til tilnefninga fyrir evrópsku menningarverðlaunin (European Heritage Awards / Europa Nostra Awards 2023) til 25. nóvember 2022.
5. október 2022
Vök Baths við Urriðavatn. Basalt arkitektar.

Basalt arkitektar leita að arkitektum og byggingarfræðingum

Basalt arkitektar leita að arkitektum og byggingafræðingum í fjölbreytt og spennandi verkefni.
4. október 2022
Deiliskipulag Kirkjusandur. KurtogPi

Kurtogpi óskar eftir að ráða arkitekt

Kurtogpi óskar eftir að ráða arkitekt(a) til að vinna að fjölbreyttum og spennandi verkefnum sem eru á borði stofunnar. Leitað er eftir metnaðarfullum, skapandi og vinnufúsum arkitektum, sem hafa staðgóða og fjölbreytta hönnunarreynslu.  
29. september 2022

Fyrirlestur með Marcos Zotes á Hönnunarsafninu

Marcos Zotes, einn af eigendum arkitektastofunnar Basalt, segir frá sambandinu á milli samfélagslegs, náttúrulegs og tilbúins umhverfis með útgangspunkti í verkum Basalts. Fyrirlesturinn fer fram á ensku laugardaginn 10. september frá 14 - 15. 
7. september 2022

Fjölmargar ábendingar bárust til Hönnunarverðlauna Íslands 2022

Búið er að loka fyrir innsendingar á ábendingum til Hönnunarverðlauna Íslands 2022 en fjölmargar ábendingar bárust í tveimur flokkum, Hönnunarverðlaun Íslands og viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun 2022. Nú hefst vinna dómnefndar á fullu. Hönnunarverðlaun Íslands 2022 fara fram í Grósku þann 17. nóvember, takið daginn frá!
31. ágúst 2022

Hverjir skipa dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2022?

Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2022 er í startholunum en framundan er vandasöm vinna við að velja handhafa heiðursverðlauna Hönnunarverðlauna Íslands, viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun og svo sjálf aðalverðlaunin, Hönnunarverðlaun Íslands. En hverjir skipa dómnefndina?
24. ágúst 2022

Vilt þú taka að þér sæti varamanns í fulltrúaráði Listahátíðar?

Arkitektafélag Íslands óskar eftir félagsmanni til að taka að sér sæti sem varamaður í fulltrúarráði Listahátíðar en fulltrúarráð er listrænn bakhjarl Listhátíðar.
19. ágúst 2022

Nesstofa við Seltjörn-Útgáfuhóf

Nesstofa við Seltjörn eftir Þorstein Gunnarsson arkitekt í útgáfu Þjóðminjasafns Íslands er komin út. Í tilefni útgáfunnar býður Þjóðminjasafn Íslands í útgáfuhóf föstudaginn 19. ágúst kl. 16.00, vegna útgáfu bókarinnar Nesstofa við Seltjörn eftir Þorstein Gunnarsson, arkitekt.
18. ágúst 2022

Sigríður Maack formaður AÍ segir ógáfulegt að spara við uppbyggingu á íbúðarhúsnæði

,,Ógáfulegt að spara við uppbyggingu á íbúðarhúsnæði" segir Sigríður Maack formaður AÍ í samtali við Mbl.is fyrr í vikunni. Þar ræddi hún um mik­il­vægi sál­rænna þátta þegar kem­ur að upp­bygg­ingu á íbúðar­hús­næði og þétt­ingu byggðar.
18. ágúst 2022

Samkeppnir fyrirhugaðar á haustdögum

Til upplýsinga fyrir félagsmenn þá lítur allt út fyrir að það verði fjöldi samkeppna sem mun fara af stað núna í haust.
16. ágúst 2022

FISKUR, FÓTBOLTI, PÓLITÍSK VISTFRÆÐI Á MENNINGARNÓTT

Architectural Association (AA) í London og Listaháskóla Íslands hafa sameinað krafta sína og mótað verkefnið AA Visiting School Iceland (AAVS Iceland). Undanfarnar tvær vikur hafa fjölbreyttur hópur arkitekta- og hönnunarnema undir hatti AAVS ICELAND kynnt sér tengsl veiða og fótbolta og verður afraktur þeirrar rannsóknarvinnu kynntur fyrir almenningi á Menningarnótt 20. ágúst á KexHostel, Kex Hostel, Skúlagötu 28, milli kl. 17.00-19.00.
16. ágúst 2022

Taktu þátt í HönnunarMars 2023!

Frestur til að senda inn umsókn fyrir HönnunarMars 2023 rennur út fimmtudaginn 29. september.Hátíðin fer fram í fimmtánda sinn dagana 3. - 7. maí og breiðir úr sér um Reykjavík og nágrenni með fjölbreyttum sýningum og viðburðum sem endurspegla grósku og nýsköpun hönnunarsamfélagsins. Umsókn þarf ekki vera fullunnin fyrir þennan frest og gefst þátttakendum með samþykktar umsóknir færi á að uppfæra upplýsingar til 15. febrúar 2023.
16. ágúst 2022

Opid kall í Ásmundarsal

Ásmundarssalur óskar eftir tillögum að sýningum, viðburðum eða uppákomum sem fanga fjölbreytileika listarinnar fyrir næsta sýningarár. Frestur til 4. september.
11. ágúst 2022