
Forsala á DesignTalks stendur til föstudagsins 3. mars
DesignTalks fer fram þann 3. maí 2023 en ráðstefnan er einn af lykilviðburðum HönnunarMars á hverju ári enda dagur fullur af innblæstri, skapandi hugsun og áhugaverðum fyrirlesurum.
27. febrúar 2023

Terta - Gestagangur í LHÍ
TERTA,þverfaglegt hönnunarteymi heldur fyrirlestur í arkitektúr- og hönnunardeild Listaháskólans miðvikudaginn 1. mars um hönnun og endurnýjun Elliðaárstöðvar. Fyrirlesturinn fer fram klukkan 12:15 í fyrirlestrarsal A, Þverholti 11.
27. febrúar 2023

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Minningarsjóð Guðjóns Samúelssonar
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Minningarsjóður dr. Phil. húsameistara Guðjóns Samúelssonar fyrir árið 2023. Hlutverk sjóðsins er að útbreiða þekkingu á íslenskri húsagerðarlist.
21. febrúar 2023

DesignTalks 2023 - Odile Decq, arkitekt og borgarskipulagsfræðingur
Odile Decq, arkitekt, borgarskipulagsfræðingur og eigandi Studio Odile Decq, kemur fram á DesignTalks 2023 í Hörpu miðvikudaginn 3. maí. DesignTalks ráðstefnan hefur öðlast fastan sess hérlendis og er vel þekkt alþjóðlega sem mikilvægur vettvangur innblásturs og samtals um helstu þróun og breytingar sem drifnar eru áfram með aðferðum hönnunar og arkitektúrs.
20. febrúar 2023

List fyrir alla auglýsir eftir umsóknum
List fyrir alla auglýsir eftir umsóknum um verkefni eða listviðburði á sviði barnamenningar fyrir grunnskólabörn. Umsóknarfrestur er til 17. mars.
16. febrúar 2023

Tveir félagsmenn AÍ tilnefndir til viðurkenningar Hagþenkis
Tilnefningar til viðurkenningar Hagþenkis voru kynntar miðvikudaginn 8. febrúar síðastliðinn. Af tíu tilnefndum fræðiritum voru tvö þeirra unnin af félagsmönnum AÍ, þeim Önnu Maríu Bogadóttur, fyrir verk sitt Jarðsetning og Þorsteini Gunnarssyni fyrir verk sitt Nesstofa við Seltjörn. Saga hússins, endurreisn og byggingarlist.
15. febrúar 2023

Fyrirhugaðar breytingar á Arkitektafélagi Íslands
Aðalfundur Arkitektafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 28. febrúar næstkomandi. Á fundinum verða lagðar fram nokkrar lagabreytingar en ein þeirra, og sú stærsta, er að félagið leggi niður stéttarfélag AÍ og verði eingöngu fagfélag.
14. febrúar 2023

Lagabreytingar Arkitektafélags Íslands 2023
14. febrúar 2023

Hvernig er aðlögun að loftslagsbreytingum háttað á Norðurlöndunum?
Norræna ráðstefnan NOCCA´23, ráðstefna um loftslagsbreytingar og aðlögun, fram fer 17. og 18. apríl næstkomandi. Um er að ræða sjöttu ráðstefnuna af þessu tagi og í þetta skiptið fer hún fram í Reykjavík.
14. febrúar 2023

DesignTalks 2023 - Paola Antonelli, yfirsýningarstjóri arkitektúrs og hönnunar hjá MoMA og stofnandi Design Emergency
Paola Antonelli, yfirsýningarstjóri arkitektúrs og hönnunar hjá MoMA og stofnandi Design Emergency kemur fram á DesignTalks 2023 í Hörpu miðvikudaginn 3. maí. DesignTalks ráðstefnan hefur öðlast fastan sess hérlendis og er vel þekkt alþjóðlega sem mikilvægur vettvangur innblásturs og samtals um helstu þróun og breytingar sem drifnar eru áfram með aðferðum hönnunar og arkitektúrs.
14. febrúar 2023

Útlínur framtíðar – ný stefna í málefnum hönnunar og arkitektúrs
Stefna stjórnvalda í hönnun og arkitektúr til ársins 2030 er komin út en hún er mótuð í samvinnu fjölda samstarfsaðila, m.a. á stórum stefnumótunarfundum sem fóru fram í Grósku síðastliðið vor.
13. febrúar 2023

Nesstofa við Seltjörn eftir Þorstein Gunnarsson
Bókin Nesstofa við Seltjörn eftir Þorstein Gunnarsson, arkitekt FAÍ, hefur verið tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis ásamt níu öðrum fræðiritum. Nessstofa við Seltjörn var einnig tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna á síðasta ári.
8. febrúar 2023

Þriðjudagsfyrirlestur AÍ: Lífsferilsgreining (LCA) á Nýja Skerjafirði og Vottanir á eigin skinni
Lífsferilsgreining (LCA) á Nýja Skerjafirði – Mikilvægi þess að íhuga efnisval í deiliskipulögum
2. febrúar 2023

Safnanótt á Hönnunarsafni Íslands: Opnun, smiðja og vinnustofur
Á Safnanótt, föstudaginn 3. febrúar, verður mikið um að vera á Hönnunarsafni Íslands, ný fastasýning Hönnunarsafnið sem heimili opnar, vinnusmiðja fyrir fjölskyldur, Fallegustu bækur í heimi sýning og opin vinnustofa.
1. febrúar 2023

Brýn þörf á breytingum
Vinnustofan Hringborð Hringrásar um innleiðingu hringrásar í byggingariðnaði fór fram í Grósku þann 19. janúar þar sem hagaðilar í geiranum áttu innihaldsríkt samtal um aðkallandi verkefni og brýna þörf á að hraða breytingum.
30. janúar 2023

ARKÍS arkitektar auglýsa eftir arkitektum
Vegna aukinna verkefna leitar ARKÍS arkitektar að arkitektum til þess að verða hluti af þverfaglegu teymi stofunnar.
20. janúar 2023

JVST ÍSLANDI LEITAR AÐ ARKITEKTUM & BYGGINGAFRÆÐINGUM
16. janúar 2023

Aðgengismál fyrir yngri kynslóðina: Skólar og leikskólar
Málstofur um aðgengi er liður í samstarfi um upplýsingagjöf um algilda hönnun.
12. janúar 2023

Stefnumót hringrásar - opinn fundur í Grósku
Þverfaglegt samtal um innleiðingu hringrásarhagkerfisins í byggingariðnaði í Grósku þann 19. janúar frá kl. 14:30 - 16:00. Samtalið fer fram í Grósku í Vatnsmýri og er öllum opið.
11. janúar 2023

Handverk í arkitektúr! Opinn fyrirlestur með Degi Eggertssyni
Dagur Eggertsson arkitekt og gestaprófessor við Listaháskóla Íslands heldur opinn fyrirlestur í arkitektúrdeild LHÍ, fyrirlestrarsal A, föstudaginn 13. janúar næst komandi klukkan 12:15. Fyrirlesturinn er hluti af 'Gestagangi' , sameiginlegri fyrirlestraröð arkitektúrdeildar og hönnunardeildar Listaháskóla Íslands.
11. janúar 2023