
Settu formlega á laggirnar norrænan samstarfsvettvang
Jan Christian Vestre, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Noregs og Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra settu formlega á laggirnar norrænan samstarfsvettvang um hönnun og arkitektúr á Alþjóðlegu arkitektúrráðstefnunni sem fór fram í Kaupmannahöfn í byrjun júlí. Miðstöð hönnunar og arkitektúrs er fulltrúi Íslands í samstarfinu.
11. júlí 2023

Sjálfbærnismarkmið Sameinuðu þjóðanna meginþema alþjóðlegrar arkitektúr ráðstefnu í Kaupmannahöfn
Rúmlega 6000 gestir frá 135 löndum mættu á alþjóðlegu ráðstefnu UIA (Alþjóðasamband arkitekta) sem haldin var í Kaupmannahöfn 2. -6. júlí síðastliðinn.
10. júlí 2023

Third Ecology - ráðstefna evrópskra arkitektúrsagnfræðinga á Íslandi í haust - Snemmskráning til 29. júní
Third Ecology, ráðstefna evrópskra arkitektúrsagnfræðinga, fer 11-13 október, og er unnin í samvinnu við LHÍ, Museum of Modern Art í New York og Emilio Ambasz stofnunina. Þetta er stórviðburður í arkitektúrfræðum á Íslandi og hvetjum við alla félagsmenn til að mæta. Snemmskráning á ráðstefnuna til og með fimmtudagsins 29. júní.
27. júní 2023

Norrænt samstarf eykur sjálfbærni
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og systurstofnanir á Norðurlöndunum ætla styrkja samstarfið sín á milli með það að markmiði auka þekkingu og skilning á því hvernig hönnunargreinar geta flýtt grænni umbreytingu og eflt sjálfbæra verðmætasköpun, á Norðurlöndunum og víða um heim. Norrænn samstarfsvettvangur verður formlega settur á laggirnar á alþjóðlegu arkitektúrráðstefnunni, UIA, í Kaupmannahöfn í byrjun júlí.
26. júní 2023

LHÍ úthlutar úr verðlaunasjóði Sigurðar Guðmundssonar arkitekts í fyrsta inn
Davíð Snær Sveinsson, nýútskrifaður MA nemi, hlýtur viðurkenningu úr Verðlaunsjóði Sigurðar Guðmundssonar arkitekts
22. júní 2023

Ársskýrsla Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs 2022/2023 er komin út
Ársskýrsla Miðstöðvarinnar 2022/2023 kom út í aðdraganda ársfundar en þar er farið yfir rekstur og fjármál, innlend sem erlend verkefni og almenna starfssemi ásamt því að fá innsýn inn í hvað er framundan. Hægt er að skoða skýrsluna í rafrænu formi hér.
19. júní 2023

Ísland taki þátt í Feneyjatvíæringnum í arkitektúr
Liður í nýsamþykktri aðgerðaáætlun í málefnum hönnunar og arkitektúr er að tryggja þátttöku Íslands í Feneyjatvíæringnum í arkitektúr. Unnið er að undirbúningi þess og stefnt að þátttöku frá og með árinu 2025. Þetta var tilkynnti Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra á nýafstöðnum ársfundi Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs.
16. júní 2023

Allt í blóma á sumargleði Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs
Sumargleði og ársfundur Miðstöðvarinnar fór fram í Grósku miðvikudaginn 14. júlí. Fjölmennt og góðmennt var á fundinum sem svo leystist upp í almenna gleði.
15. júní 2023

Fyrirspurnir og svör-Samkeppni um nýjan samþættan leik - og grunnskóla í Vogabyggð
Samkeppni um leik- og grunnskóla í Vogabyggð – spurningar og svör
9. júní 2023

Leiðsögn fyrir félagsmenn AÍ um útskriftarsýningu MArch nema við LHÍ
Laugardaginn 10. júní kl. 16.00 munu fyrstu MA útskriftarnemar við LHÍ halda sérstaka kynningu fyrir félagsmenn AÍ um útskriftarverk sín. Þetta er í fyrsta sinn sem MA nemendur útskriftast úr arkitektúr á Íslandi og því söguleg stund.
6. júní 2023

Halldóra Arnardóttir hlýtur styrk úr Minningarsjóði Guðjóns Samúelssonar
Halldóra Arnardóttir, listfræðingur, hlaut í gær styrk úr Minningarsjóði Guðjóns Samúelssonar, til að ljúka ritstörfum um verk Skarphéðins Jóhannssonar arkitekts (1914-1970). Þetta er í þrettánda sinn sem úthlutað er úr sjóðnum sem var stofnaður 24. nóvember 1990 í samræmi við erfðaskrá Guðjóns frá árinu 1948. Alls bárust fimm umsóknir um styrkinn í ár.
2. júní 2023

Hittumst og fögnum!
Velkomin á sumargleði og ársfund Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs þann 14. júní í Grósku.
2. júní 2023

Samband/Connection á 3 days of design
Sýningin Samband/Connection sýnir vörur eftir níu íslenska hönnuði sem eiga það sameiginlegt að hafa hannað vörur sem eru þróaðar, framleiddar og seldar í Skandinavíu. Sýningin er hluti af dönsku hönnunarvikunni, 3 days of design, sem stendur yfir dagana 7. - 9. júní.
1. júní 2023

AÍ verður eingöngu fagfélag
Á síðasta aðalfundi AÍ var samþykkt að leggja niður AÍ sem stéttarfélag og ganga inn í Fræðagarð BHM.
1. júní 2023

AÍ verður eingöngu fagfélag en ekki fag-og stéttarfélag
Á síðasta aðalfundi AÍ var samþykkt að leggja niður AÍ sem stéttarfélag og ganga inn í Fræðagarð BHM.
31. maí 2023

Framlengdur skilafrestur - Samkeppni um nýjan leik - og grunnskóla í Vogabyggð
Athugið, skilafrestur í samkeppni um nýjan leik-og grunnskóla í Vogabyggð hefur verið framlengdur til 15. ágúst.
30. maí 2023

KRADS, TRÍPÓLÍ og Urbanlab nordic vinna samkeppni um hönnun nýs Regluheimilis Oddfellowreglunnar
KRADS, TRÍPÓLÍ og Urbanlab nordic urðu hlutskörpust í samkeppni um hönnun nýs Regluheimilis í Urriðaholti, Garðabæ, fyrir Oddfellowregluna.
25. maí 2023

Stykkishólmskirkja ein fegursta kirkja í heimi
Stykkishólmskirkja hefur verið valin ein af tíu fegurstu kirkjum í heimi að mati Architectual Digest. Kirkjan er teiknuð af Jóni Haraldssyni og var vígð árið 1990.
25. maí 2023